Mánudagur 5. desember, 2022
-2.2 C
Reykjavik

Vændi á Íslandi: „Myndi heimsækja hana oftar ef ég væri ógiftur, er núna meira í slutty dömunum”

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í hlaðvarpinu Karlmennskan á Spotify, og öðrum hlaðvarpsveitum, er nýjasti gesturinn nafnlaus; og er reglulegur kaupandi vændis á Íslandi:

„Ég skil þetta eiginlega bara sem þjónustu. Ef ég segi alveg eins og er, þá langaði okkar félaga mínum alltaf að fara í threesome,“ segir hann og bætir við:

„Við vorum fullir eitt kvöldið og létum reyna á þetta; fórum á einhverja síðu og fundum símanúmer,“ segir hann og heldur áfram:

„Hún var ekkert rosalega mikið að njóta sín; en aðstæður seljenda og hvort þær velji þetta af fúsum og frjálsum vilja kemur mér í raun ekkert við. Ég skil þetta eiginlega bara sem þjónustu. Kannski eins kalt og það hljómar að þá er allt umfram þessa þjónustu eitthvað sem kemur mér ekkert við,“ svarar nafnlausi vændiskaupandinn spurður hvort hann hefði leitt hugann að því hvort vændiskonan gæti hafa verið þolandi mansals:

„Ég þorði ekki að leiða hugann að því hvort hún væri þolandi mansals. Kannski vöknuðu grunsemdir þegar ég fylgdist með henni; hún var ekki mikið að njóta sín, virtist frekar vera eitthvað sem hún varð að gera.“

Hann nefnir einnig að frekar auðvelt sé að nálgast upplýsingar um vændiskaup hér á landi:

- Auglýsing -

„Ég hef verið að skoða í kringum mig, og það eru síður þar sem maður getur fengið upplýsingar um það fólk sem er á landinu, og hvaða þjónusta er í boði; það þarf að leita pínu að þessu og fara á milli línanna. Svo eru einhverjar nuddþjónustur líka.“

Hann segir frá einni spjallsíðu þar sem vændiskaupendur gefa konum einkunnir og umsagnir:

„Hef heimsótt hana þrisvar, falleg og góð stelpa. Myndi heimsækja hana oftar ef ég væri ógiftur, er núna meira í slutty dömunum.” segir einn á spjalli síðunnar.

- Auglýsing -

Virðist sem svo að vændiskaupum á Íslandi fari fjölgandi og að þessi ólöglega starfsemi velti allavega mörg hundruðum milljóna króna á ári.

Þótt vændi sé ólöglegt á Íslandi er það ekkert að fæla viðmælanda þáttarins frá kaupum:

„Nei, að þetta sé ólöglegt er ekki að hindra mig. Gerir mig kannski varkárari yfir kaupunum. En miðað við mína lífsreynslu og miðað við það sem er ólöglegt og bannað þá er þetta ekkert rosalega ofarlega á þeim lista.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -