Föstudagur 25. nóvember, 2022
5.1 C
Reykjavik

Vala segir rasisma vandamál meðal kennara: „Ég veit ekki hvað ég á að kalla svart fólk lengur?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Vala Reynisdóttir, meðlimur í hópnum Antrirasistarnir, segir á Twitter að rasismi sé vandamál meðal íslenskra kennara og nauðsynlegt sé að taka á því svo öllum nemendum líði vel í skólanum. Vala nefndir dæmi um rasisma kennara úr eigin námsgöngu en einnig atvik sem hópnum hefur verið sagt frá.
Vala skrifar:

„Í ljósi umræðunnar að skólar eigi að vera öruggt umhverfi fyrir öll vill ég varpa ljósi á það sem margir skólar passa ekki upp á. Litaðir nemendur hafa þurft að sitja í tímum meðan hvítir kennarar segja n- orðið, ræða rasisma og fl.

Ég man í grunnskóla þegar við tókum umræðuna um rasisma og ég, systir mín og ein önnur vorum þau einu svörtu í hópnum. Það var á okkur 14-15 ára að fræða hóp hvítra krakka sem skyldu ekki. Það endaði á því að ég var grátandi yfir því að þurfa endur upplifa marga hluti.

Og það að enginn af nemendum vildi hlusta eða skilja særði mig ennþá meira. Þegar það er farið út í þessa umræðu er það ekki á ábyrgð litaða nemanda að útskýra fyrir öllum hvað þeim finnst, hverju þau hafa lent í o.s.frv heldur skulu kennarar hafa frætt sig um málefnið.
Við fengum video sent á okkur í gengum antirasistana þar sem kennari í menntaskóla segir „það er gott að eiga negra vini, vegna þess að konur sogast að negrum á skemmtistöðum.” Segið mér hvar á þetta heima innan veggja skóla?

Annað atvik sem ég man eftir var þegar kennari í menntaskóla segir verður þetta ekki orðrétt þar sem ég man þetta ekki alveg. „Ég veit ekki hvað ég á að kalla svart fólk lengur, svertingja, negra, niggara o.s.frv “ hvar á þetta heima innan veggja skóla.

Ég vil segja að ég er alls ekki að reyna taka frá umræðunni um þolendur og kynferðisbrot útaf hún á rétt á sér og er mikilvæg en vill varpa ljósi á það sem margir kennarar leyfa sér að segja í kennslustundum.

- Auglýsing -

Litaðir nemendur og nemendur í minnihlutahópum eiga að líða vel og hafa öruggi innan skólans. Við eigum ekki að vera hrædd um að heyra niðrandi orð gangnvart kynþætti, trúarhætti eða húðlit okkar í skólum. Skólar eiga að vera öruggt umhverfi fyrir öll.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -