Sunnudagur 4. desember, 2022
-1.2 C
Reykjavik

Valgerður er sökuð um líkamlegt og andlegt ofbeldi í Digraneskirkju: Vill nú stjórn Sinfó í burtu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

For­maður sóknar­nefndar Digra­nes­kirkju – Val­gerður Snæ­land Jóns­dóttir – segist vilja sjá alla stjórn Sin­fóníu­hljóm­sveitar Ís­lands segja af sér. Þetta upplýsir hún á Face­book-síðu sinni, í kjöl­farið á frá­ögn Bjarna Frí­manns Bjarna­sonar tónlistarmanns um að Árni Heimir Ingólfsson hafi brotið á honum kynferðislega, sem og að stjórn Sinfón hafi hylmt yfir það:

„LOKSINS nær al­vöru mál at­hygli … Stjórn Sin­fóníunnar verður öll að segja af sér …,“ skrifar Val­gerður á síðu sinni; deilir fréttum af máli Bjarna Frímanns.

Sigríður Sigurðardóttir kirkjuvörður.

En sjálf var Val­gerður í vikunni – í Frétta­blaðinu – sökuð um líkamlegt og andlegt of­beldi á vinnu­stað hennar af kirkju­verði Digraneskirkju, Sig­ríði Sigurðar­dóttur, sem sagði frá því að Val­gerður og önnur kona hafi meðal annars kreist hana á milli sín:

„Ég stóð þarna, milli þessara kvenna, og þetta var svo ógeðslegt að ég get ekki lýst því. Mig langaði helst að brenna fötin mín,“ voru orð Sigríður sem nú er komin í veikindaleyfi vegna málsins.“

Séra Gunnar Sigurjónsson.

Í sömu frétt kom það líka fram að Val­gerður, og sóknar­nefnd kirkjunnar, vilji fá séra Gunnar Sigur­jóns­son, fyrr­verandi sóknar­prest, aftur til starfa; en Agnes M. Sigurðar­dóttir biskup vék Gunnari úr em­bætti í kjöl­far niður­stöðu ó­háðs teymis þjóð­kirkjunnar: Sem komst að þeirri niðurstöðu að Gunnar hafa gerst sekur um kyn­ferðis­lega á­reitni – kyn­bundið of­beldi sem og ein­elti gegn sex konum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -