Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Valur vill að stjórnvöld hjálpi Rússum á Íslandi: „Sendiráðið njósnar um eigin þegna á Íslandi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Valur Gunnarsson, rithöfundur og blaðamaður, kallar eftir því að íslensk yfirvöld verndi málfrelsi rússneskra þegna á Íslandi sem hann segir að eigi það á hættu að vera áframsend til Rússlands.

Valur Gunnarsson hefur undanfarið skrifað pistla á Rúv frá hinni stríðshrjáðu Úkraínu. Nýlega veitti hann Fréttablaðinu viðtal en þar er birt ljósmynd af manni traðka á fána Rússlands. Fór þetta svo fyrir brjóstið á sendiráði Rússlands á Íslandi að það hefur nú heimtað afsökunarbeiðni frá miðlinum. Við því varð Fréttablaðið ekki en í morgun varð miðillinn fyrir netárás. Sendiráðið neitar að hafa átt þátt í því en telur árásina ekki of sterk viðbrögð við myndbirtingunni.

Valur skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann reifar áhyggjur sínar varðandi þá Rússa sem búa á Íslandi en hafa mótmælt stríði Pútins í Úkraínu. Fullyrðir blaðamaðurinn að sendiráð Rússlands njósni um eigin þegna á Íslandi.

„Nú er ég enginn sérstakur talsmaður þess að reka rússneska sendiherrann á landi, enda ágætt að hafa kanala opna. En hitt er annað mál að sendiráðið njósnar um eigin þegna á Íslandi. Þeir sem gagnrýna Pútín eiga í hættu að fá vegabréf sín ekki endurnýjuð og vera þar með vísað úr landi. Svo undarlega sem það hljómar gætu menn því verið reknir frá Íslandi og í rússnesk fangelsi fyrir að mótmæla Pútín. Ef Íslenskum yfirvöldum er annt um málfrelsi ætti að ráða bót á þessu hið snarasta, með landvistarleyfi og etv. ríkisborgararétti.“

Þeir Rússar sem Mannlíf hefur rætt við taka undir orð Vals og segja að þeir hafi átt í erfiðleikum með að endurnýja dvalarleyfi sín vegna seinagangs sendiráðs Rússlands á Íslandi. Telja þeir að verði þeir sendir til Rússlands, sé aðeins tímaspursmál hvenær þeir yrðu handteknir vegna mótmæla við stríðið í Úkraínu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -