Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Vanda Sig og Kim Larsen: „Herskáa Vanda, ég þori ekki öðru en að gera það sem þú segir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Kjartans stóra gæfa á þessum árum var að kynnast Vöndu sem varð hans umönnunaraðili.“

Svo segir Margrét Kjartansdóttir í fallegri sögu um Vöndu Sigurgeirsdóttur, nýkjörinn formann KSÍ, en Vanda varð fyrir margt löngu umönnunaraðili fatlaðs systursonar Margrétar þegar drengurinn var 9 ára gamall.

Hún segir frá því að á þessum tíma hafi Kjartan, systursonur hennar, verið að stíga sín fyrstu spor sem fatlaður einstaklingur. Hann hafi enn gengið í almennan barnaskóla og hafi ávallt farið í Ársel, frístundamiðstöð fyrir börn, að skóladegi loknum. Um kynnin af Vöndu og starf hennar með Kjartani segir Margrét:

„Hún var ekki bara að vinna vinnuna sína heldur tók hún Kjartani opnum örmum og varð hans besta vinkona, hún fann endalaust upp einhver spennandi verkefni fyrir Kjartan til að glíma við og er okkur í fjölskyldunni minnisstætt þegar Vanda varð sér úti um tvímenningshól og hjólaði með Kjartan út um allan bæ, það var ekkert sem stoppaði Vöndu í því að gera daginn skemmtilegan fyrir Kjartan.“

 

Átrúnaðargoðið Kim Larsen

Hún rifjar upp að á þessum tíma hafi goð systursonar hennar verið tónlistarmaðurinn danski, Kim Larsen. Á þessum tíma hafi stórstjarnan hinsvegar ekki verið orðin þekkt á Íslandi.

„Ég hafði komið heim með kassettu frá Kaupmannahöfn árið 1984 og um leið og Kjartan heyrði lögin varð Kim Larsen að átrúnaðargoði. Þessi kassetta var spiluð frá morgni til kvölds og Kim Larsen varð að hálfgerðri þráhyggju hjá Kjartani, hvað skyldi Kim Larsen segja um þetta eða hitt, um það voru endalausar umræður og vangaveltur.“

- Auglýsing -

 

Vanda tekur málin í sínar hendur

„Ekki er vitað hvernig Vanda fór að því að grafa upp heimilisfang Kim Larsens, en það gerði hún og skrifaði honum bréf. Hún sagði frá ungum aðdáenda hans hér á Íslandi og bað Kim að skrifa Kjartani bréf. Skömmu seinna kom árituð mynd af danska goðinu en ekkert bréf.

Vanda var ekki ánægð með þetta og skrifaði Kim aftur og sagði að hún hefði ekki verið að biðja um mynd, hún vildi bréf.

- Auglýsing -

Það leið ekki á löngu þar til að pósturinn færði Vöndu handskrifað bréf, fyrst til hennar þar sem Kim skrifar;

„Herskáa Vanda, ég þori ekki öðru en að gera það sem þú segir og hér kemur bréfið.“

Svo fylgdi þetta líka fína bréf sem fyllti heila síðu, því miður finnst ekki bréfið í dag, en það var lengi geymt í handsaumuðu umslagi sem Kjartan saumaði sjálfur og þetta bréf geymdi hann í umslaginu sínu í fjölda mörg ár.“

 

Margrét er afar ánægð með ráðningu Vöndu í formannsstól Knattspyrnusambands Íslands.

„Það var okkur í fjölskyldunni mikið gleðiefni þegar Vanda var ráðin til að taka við stjórn KSÍ, hún á án efa eftir eftir að setja hjarta sitt og sál í verkið eins og hún gerði þegar hún var að annast hann Kjartan okkar fyrir þrjátíu árum síðan.“

„Ég óska Vöndu hjartanlega til hamingju með starfið og óska henni velfarnaðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -