Sunnudagur 4. desember, 2022
2.8 C
Reykjavik

Vanræksla dró 65 nýfædd börn til dauða á fæðingar- og sængurlegudeildum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Rannsókn á fæðingar- og sængurlegudeildum í Kent, Bretlandi, leyddi í ljós alvarlega vanrækslu sem varð til þess að 202 börn annað hvort létu lífið eða urðu fyrir heilaskaða.

Dr.Bill Kirkup er einn af þeim sem tóku þátt í rannsókn á deildunum, hann segir rannsakendur hafa fengið hræðilegar sögusagnir frá fjölskyldum barna sem fengu óásættanlega ummönun á spítalanum. Af 202 málum sem rannsökuð voru, kom í ljós að allavegana 97 þeirra hafi átt að fara á annan veg. 45 af 65 þeirra barna sem létust á spítalanum hefði auðveldlega verið hægt að bjarga.

Danielle Clark sagði sögu sína á blaðamannafundi en hún gekk í gegnum erfiða gangsetningu og fæðingu.

„Ég átti son minn árið 2013 og var gangsett, aldrei var mér sagt hvers vegna ákveðið var að setja af stað fæðingu. Gangsetningin tók þrjá sólahringa, þeir áttu að senda mig í bráðakeisaraskurð en í staðin var mér gefið alltof hár skammtur af gangsetningarlyfjum. Sonur minn þurfti endurlífgun þegar hann kom loks í heiminn og var lagður inn á vökudeild. Þegar hann var átta vikna þurfti hann að fara í aðgerð, hann var ekki skoðaður almennilega eftir fæðinguna og var ekki að þyngjast eins og hann átti að gera. Við horfðum á hann deyja rólega. Það þarf einhver að taka ábyrgð á öllum þessum dauðsföllum barna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -