Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Var með nagandi samviskubit

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi verkefnastjóri Samherja í Namibíu, tók ákvörðun um að gerast uppljóstrari í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um viðskiptahætti Samherja. Hann segist hafa verið með nagandi samviskubit yfir vinnu sinni fyrir Samherja.

 

„Þetta er bara glæpastarfsemi,“ sagði Jóhannes um viðskipti Samherja í Namibíu í samtali við Helga Seljan í þætti Kveiks sem sýndur var á Rúv í gær. Þá viðurkenndi hann að hafa brotið lög fyrir hönd Samherja á meðan hann starfaði hjá fyrirtækinu.

Í samtali við Stundina segir Jóhannes að hann hafi verið með nagandi samviskubit eftir að hann hætti hjá Samherja.

„Ég lék algjört lykilhlutverk í því að semja við þessar kvótagrúppur svo Samherji kæmist inn í landið. Þetta er ekki eitthvað sem ég vildi hafa á minni samvisku. Árið 2017 er þetta að angra mig og ég hugsaði: Spilling og þessi efnahagbrot eru bara ekki góð.“

Getur átt von á að vera sóttur til saka

Mannlíf heyrði í Ómari R. Valdimarssyni lögmanni í gær.

- Auglýsing -

Getur Jóhannes átt von á að vera sóttur til saka?

„Já,“ sagði Ómar, en tók fram það verði að líkindum horft til refsilækkunarsjónarmiða hvað hann varði. Erfitt sé að að meta hver hans hlutur var nákvæmlega.

Sjá einnig: Samherjamálið: Málsaðilar gætu átt þungar refsingar yfir höfði sér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -