Fimmtudagur 6. október, 2022
4.8 C
Reykjavik

Var niðurlægður á sjómannahátíð „með þeim við­bjóðs­­legasta homma„brandara“ sem ég hef heyrt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Leikarinn og söngvarinn Felix Bergs­son rifjaði upp ljótt at­vik á sjó­manna­dags­há­tíð þar sem hann var veislu­stjóri.

Felix hefur upp raust sína vegna við­tals sem Frétt­vaktarin á Hring­braut tók við Gyðu Margréti Péturs­dóttur, sem er doktor í kynja­fræði; en hún var að sem ræða mál Flokks fólksins á Akureyri.

Í viðtalinu sagði Gyða að það væri al­gengt að glens og grín séu afar al­geng fyrstu við­brögð við kyn­ferðis­legri á­reitni. Og Felix rifjaði upp og skrifaði á Twitter-síðu sinni:

„Hún hló bara að þessu,“ sagði maðurinn. Já við hlæjum þegar okkur of­býður og stundum hefur maður ekki kraft til að standa upp og segja eitt­hvað. Einu sinni var ég kynntur inn sem veislu­­stjóri á sjó­manna­­dags­há­­tíð með þeim við­bjóðs­­legasta homma„brandara“ sem ég hef heyrt – kúkur, blóð og allt.

Ég gekk inn á sviðið undir hlátra­sköllum prúð­búinna gestanna og já, hló með. En mér leið ekki vel. Mér leið sannast sagna ömur­­lega. Niður­­lægður. Samt sagði ég ekki neitt og fór bara að keyra mitt prógramm. Annar dagur í vinnunni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -