Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Varar við manni í Öskjuhlíð: „Hann var búinn að girða niðrum sig“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

,,Ég lenti í leiðinlegu atviki í dag í Öskjuhlíð þar sem ég var að ganga með hundinn, en það kom gaur á móti mér sem ég pældi ekkert í, hann hvarf mér svo sjónum en þegar ég gekk aðeins lengra sá ég að hann var farinn aðeins út af stígnum og búinn að girða niðrum sig og var á fullu að athafna sig, fékk greinilega mikið út úr því að ég skyldi sjá hann,’’ segir kona í fræslu sem hún skrifar í Facebook-hóp í gær. Konunni var brugðið og segir hennar fyrstu viðbögð hafa verið að hlæja þar. ,,Ég var að tala í símann við vinkonu mina en ég fann eftir smá stund að mér leið óþægilega, snéri mér við og  sá að hann var kominn aftur á stíginn á eftir mér. Ég endaði á því að hringja á lögregluna sem sendi bíl.’’ Konan ræddi við lögregluna í kjölfarið og sagðist hafa gefið þeim góða lýsingu á manninum.

Þá varaði hún aðra við manninum og vildi einnig vita hvort aðrar konur hafi mögulega lent í honum á leið sinni um Öskjuhlíð. Manninn segir hún hafa verið milli tvítugs og þrítugs í dökkum jogging galla með hettuna á höfði sér. Hann klæddist hvítum skóm og var hávaxinn eða um 1.90 á hæð. ,,Lögreglukonan sem ég talaði við var ótrúlega almennileg og skilningsrík, og fannst mjög miður að hafa ekki getað haft uppi á honum (hún hringdi í mig tveimur tímum sienna). Fyrir mina parta var þetta  svosem engin stór trauma, en engu að síður finn ég að öryggistilfinningin sem ég  hef alltaf haft þegar ég geng um í Öskjuhlíð er farin, sem mér finnst ömurlegt.’’ Þá segist hún gjarnan vilja að hægt  væri að hafa upp á manninum og efaðist ekki um að hann myndi endurtaka atvikið, hvort sem það væri á sama stað eða öðrum. ,,Endilega látið mig vita ef þið hafið séð eitthvað eða lent í einhverju svipuðu,’’ skrifaði konan að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -