Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Varð fyrir árás í Kolaportinu því hún vildi ekki trúlofast frænda sínum: „Þau leggja mig í einelti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í apríl árið 2004 fór Nilmini Tharanga Salgado í Kolaportið ásamt vinnufélögum sínum. Hún starfaði á Landspítalanum en er upphaflega frá Sri Lanka. Hún hafði búið hér á landi í fjögur ár og var með atvinnuleyfi. Í Kolaportinu varð Nilmini þó fyrir hrottalegri árás af hálfu móðurbróður síns og vinar hans. Ástæða árásinnar var sú að Nilmini neitaði að skrifa undir lán móðurbróður síns og gangast við því að vera kærasta hans en hann ætlaði sér að fá dvalarleyfi hér á landi út á „sambandið.“

„Þau réðust á mig og gengu í skrokk á mér vegna þess að ég vildi ekki skrifa undir pappíra um að Chandana væri kærastinn minn,“ sagði Nilmini í samtali við DV árið 2004.

Nilmini sagði fjölskyldu sína hafa útskúfað sig fyrir að hlýða ekki fyrirmælum og gera eins og henni er sagt.

Þau leggja mig í einelti og ég þori ekki lengur að ganga um göturnar en þau geta ekki sætt sig við að ég þarf ekki á þeim að halda. Ég get staðið á eigin fótum og á íslenska vini. Þau eru greinlega afbrýðisöm og ég neita að taka þátt í svona svindli,“ sagði Nilmini.

Nilmini flutti hingað til lands árið 2000 og starfaði þá sem Au pair. Hún féll fyrir landinu og byrjaði langt ferli til að fá atvinnuleyfi.

Þetta var ekki fyrsta árásin sem hún varð fyrir en hún kærði fjölskyldumeðlimi sína nokkru áður en það varð ekki að neinu, þau flúðu land.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -