Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Varðskipið Freyja prófaði slökkvibúnað sinn – Sjáið glæsilegar ljósmyndir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hélt æfingu á Héraðsflóa á dögunum þar sem slökkvibúnaður var prófaður. Tilgangurinn var að kanna virkni búnaðarins og viðhalda þjálfun áhafnarmeðlima.

Landhelgisgæslan segir frá æfingunni á heimasíðu sinni en þar kemur fram að varðskipið Freyja sé vel tækjum búið en þar sé meðal annars að finna öflugar slökkvibyssur sem séu gríðarlega afkastamiklar. Alls geta þær dælt um 7.200 rúmmetrum af sjó á klukkustund og kastað vatninu um heila 229 metra frá skipinu.

Dælurnar eru knúnar áfram af aðalvélum skipsins og eru ákaflega kraftmiklar. Heppnaðist æfingin vel en samkvæmt Gæslunni er mikilvægt að áhöfnin geti brugðist við ef eldur kemur upp í skipum eða á hafnarsvæðum um landið.

- Auglýsing -

Allar glæsilegu ljósmyndirnar sem fylgja fréttinni tók Kristinn Ómar Jóhannsson en þær er að finna á heimasíðu Gæslunnar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -