Fimmtudagur 10. október, 2024
1.6 C
Reykjavik

Vegfarendur trufluðu störf lögreglu eftir alvarlegt umferðarslys – Kom á bráðamóttöku með stungusár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tólf einstaklingar gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Hér eru brotabrot af verkefnum lögreglunnar frá 17:00-05:00.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings sem var til vandræða fyrir utan skemmtistað í miðbænum en dyraverðir voru komnir með hann í tök. Var einstaklingurinn settur í handjárn þegar lögreglumenn komu á vettvang til að tryggja öryggi á vettvangi. Við leit fannst kylfa í úlpuvasa hans.

Einstaklingur var handtekinn í miðbænum en hann hafði haft í hótunum við fólk með því að ógna því með eggvopni.

Bifreið var stöðvuð við almennt eftirlit en eftir samtal við ökumann var hann grunaður um vörslu fíkniefna. Var hann því handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þjófnaður frá gestum hótels var tilkynntur en ekki fylgir sögunni um málalok.

Einn var hantekinn eftir að tilkynnt var um líkamsárás og gistir hann í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

- Auglýsing -

Dyraverðir skemmtistaðar í miðbæ Reykjavíkur óskuðu eftir aðstoð lögreglu vegna sótölvaðs einstaklings sem var til vandræða. Er lögreglumenn komu á vettvang hótaði sá drukkni lögreglumönnunum lífláti og var hann í kjölfarið handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Enn aðrir dyraverðir skemmtistaðar í miðbænum óskuðu eftir aðstoð vegna ofurölvaðs einstaklings sem harðneitaði að yfirgefa staðinn. Neitaði kauðinn að gefa upp hver hann væri þegar lögreglu bar að garði. Var hann því handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þar gaf einstaklingurinn loks upp hver hann væri og stóð þá til að leyfa honum að fara heim. Neitaði hann þá að yfirgefa lögreglustöðina og var að lokum vistaður í fangaklefa.

Leigubílsstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu eftir að farþegi neitaði að borga fyrir umbeðinn akstur.

- Auglýsing -

Einstaklingur mætti á bráðamóttöku og tilkynnti að hann hafi verið stunginn í brjóstkassann. Málið er í rannsókn.

Alvarlegt umferðaslys var á Sæbraut við Vogabyggð en á meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfaranda en samkvæmt dagbók lögreglunnar er það samdóma álit lögreglumanna að hluti vegfaranda hafi sýnt störfum lögreglu lítinn skilning og verið ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar. Minnir lögreglan á að ávallt er góð ástæða fyrir lokunum lögreglu, en þær eru bæði að tryggja vettvanginn í tengslum við rannsóknarhagsmuni auk þess að tryggja öryggi viðbragðsaðila sem starfa innan lokana.

Lögreglan sem sinni Kópavogi og Breiðholti tók grunaðan búðarþjóf í skýrslutöku en honum var sleppt að henni lokinni.

Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþegar sem svaf sem fastast sökum ölvunar.

Líkamsárás í heimahúsi var tilkynnt lögreglunni sem sinnir Kópavogi og Breiðholti en einn einstaklingur var handtekinn grunaður í málinu.

Tilkynnt var um umferðaróhapp og að tjónvaldur hafi ekið af vettvangi án þess að gera viðeigandi ráðstafanir. Fannst tjónvaldurinn stuttu síðar og var í kjölfarið tekin skýrsla af honum vegna málsins.

Grunsamlegar mannaferðir voru tilkynntar við skóla þar sem einstaklingur sást ganga um með vasaljós. Er lögreglan kom á vettvang reyndist hinn grunsamlegi vera starfsmaður öryggisfyrirtækis að sinna eftirliti.

Tilkynnt var um líkamsárás á skemmtistað en einn var handtekinn grunaður í málinu. Gistir hann nú fangageymslu lögreglunnar í þágu rannsóknar málsins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -