Fimmtudagur 25. maí, 2023
6.8 C
Reykjavik

Vekur athygli á konum sem hafa gert mikilvæga hluti fyrir samfélagið

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Silja Hinriksdóttur er margt til lista lagt sem hefur meðal annars í gegn um tíðina starfað sem myndlistarkona og vefhönnuður. Nú hefur hún farið að stað með spennandi verkefni til að vekja athygli á konum sem hafa haft áhrif á mannkynssöguna og samfélagið í heild sinni en hafa ef til vill ekki fengið næga athygli fyrir.

Markmið verkefnisins er að fjalla um áhrifamiklar konur sem hafa veitt Silju sérstakan innblástur í gegn um ævina. Verkefnið hefur hlotið nafnið Tiny Toast sem gefur skírskotun í að skála fyrir ákveðnum viðburðum eða einstaklingum.

Af Hverju ákvaðstu að fara af stað með þetta verkefni?

„Ég vildi bara vekja athygli á öllum þessum frábæru konum. Það fór alltaf  í taugarnar á mér hvað mér fannst halla á konur í myndlist þegar ég var myndlistarnámi út í London og það hefur eflaust haft áhrif á mig. Móðir mín er einnig mikill feministi og var í Rauðsokkunum á sínum tíma og hún hefur alltaf hvatt mig til að spyrja spurninga. Af Hverju eru t.d. Söluhæstu listamennirnir allt karlmenn? Stundum nær kannski 1 kona á top 10 listan, en af hverju eru þær ekki fleiri?“

Hvað ertu að vonast til að fá út úr þessu verkefni?

- Auglýsing -

„Bara helst smá vitundarvakningu. Við erum búin að ná svo ótrúlega langt á stuttum tíma þegar það kemur að jafnrétti, en það má alltaf gera betur.“

Hægt er að fylgjast með verkefninu á eftirfarandi samfélagsmiðlum:

Tiny Toast á Instagram:https://www.instagram.com/tiny.toast.store/
Tiny Toast á Facebook:https://www.facebook.com/tiny.toast.store
Vefverslun: www.Tiny-Toast.com

- Auglýsing -

Einnig er hægt að hafa samband beint við Silju í netfangið:

[email protected] 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -