Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

„Vemmilegt jesútal“ skemmir íslenskar jarðarfarir: „Auðvitað er þetta mikið tilfinningamál“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Mikið ofboðslega eru þessar hefðbundnu íslensku jarðarfarir leiðinlegar athafnir,“ segir Jón Gnarr á Twitter. Sitt sýnist hverjum og eru nokkrir sem mótmæla þessu. Bæði Andri Snær Magnússon rithöfundur og Stefán Pálsson sagnfræðingur benda á að erlendis tíðkist ekki svo mikill tónlist. Þeim þykir það ekki skárra.

Andri segir: „Ekki sammála, þær eru miklu meira grand en víða erlendis, heimsklassa tónlistarfólk, karlakórar, selló etc.“ Jón segir það ekki vandamálið. „Oft mjög flott músík og söngur, það er alveg rétt. en ég er meira að meina heila prógrammið.“

Stefán segir að íslenskar jarðafarir séu eitt að fáu sem sé sér-íslenskt. Jón hefur löngum haft áhuga slíku. „Mér finnst íslenska útförin vera gríðarlega merkilegt fyrirbæri – og kannski eitt af fáu sem kalla má sér-íslenskt. Við erum frábær í útförum: mætum í miklu fleiri og hjá lítt-tengdu fólki en almennt gerist, það eru flottir artistar og fólk hefur mikla skoðun á framkvæmdinni,“ segir Stefán.

Jón svarar og segir: „Auðvitað er þetta mikið tilfinningamál og ég get alveg skilið að fólki finnist þetta æði þótt mér finnist það ekki.“ Stefán svarar að bragði: „Fyrir mér er þetta einmitt alls ekki tilfinningamál. Ætli ég nái ekki svona tíu jarðarförum á ári. Yfirleitt gamlir vinnufélagar eða fólk sem maður tengist úr félagsstörfum. Þá fer maður að pæla í forminu. Sumar útfarir eru slappar, aðrar býsna vel gerðar.“

En hvað er það sem Jóni finnst verst við íslenskar jarðafarir? Það virðist vera allt hið trúarlega. Geir nokkur skrifar: „Stundum velti ég fyrir mér, sitjandi á óþægilegum kirkjubekk og hlustandi á predikanir og tónlist um Jesú og Guð, hvort þetta sé virkilega rétta leiðin til að kveðja ástvini sína.“

Jón tekur undir og segir: „þetta vemmilega jesútal sem hefur enga tilfinningalega merkingu og hvað þá tengingu við manneskjuna sem verið er að kveðja.“

- Auglýsing -

Annar maður kvartar líka undan prestahjalinu. Sá segir: „Listafólkið gerir þetta bærilegt en hjalið í prestinum fjarlægir mann yfirleitt þeim látna. Væri fallegt ef hefðin væri sú að vinir og ættingjar segðu nokkur orð þann látna. Svo mætti alveg vera smá brennsi í erfidrykkjum.“

Jón segist ekki geta verið meira sammála og segir: „Sammála því. Vemmilegt lúddavæl.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -