Föstudagur 29. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

„Vera Illugadóttir svæfir mig á hverju kvöldi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur, Snapchat-stjarna og hvítvínskona með meiru, er með eigið hlaðvarp, ásamt Helga Jean Claessen: Hæ hæ-ævintýri Helga og Hjálmars. Hann hlustar á fleiri hlaðvörp en sitt eigið.

Hér eru nokkur hlaðvörp sem hann mælir með sem fjalla um hans uppáhaldsefni: grín, fótbolta og sögu.

Þarf alltaf að vera grín?

„Ég ætla að setja í fyrsta sæti Þarf alltaf að vera grín? með Ingó, Tinnu og Tryggva. Það er þáttur sem ég reyni alltaf að hlusta á og sleppi aldrei. Elska þau, gott kemestrí.“

Dr. Football 

„Dr. Football sem er einhver allra skemmtilegasti fótboltaþátturinn sem er núna í gangi.“

- Auglýsing -

Fótbolti.net og Vera Illuga

„Og svo verð ég að segja að ég er með svolítið „varity“ þegar kemur að þriðja sætinu, og ég ætla að stikla á stóru. Það er þegar Fótbolti.net kemur með einhver góð podköst sem eru einmitt um fótbolta enn og aftur vegna þess að ég elska þegar er verið að hlusta og tala um fótbolta. Svo er ég einnig hrifinn af Í ljósi sögunnar með henni Veru Illugadóttur, hún svæfir mig á hverju einasta kvöldi, ég hlusta alltaf á það. Og nýju þættirnir hennar, Leðurblakan, sem mér finnst reyndar líka alveg geggjaðir. Hæfilega langir.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -