Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

VERÐKÖNNUN – Augabrúnalyfting tröllríður snyrtivöruheiminum – 100 prósenta verðmunur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það getur kostað þig 100 prósentum meira að versla augabrúnalyftingu hjá dýrustu snyrtistofunni á höfuðborgarsvæðinu, miðað við þá ódýrustu. Í Grafarvogi getur þú fengið meðferðina á 7.000 krónur en dýrasta meðferðin kostar tvöfalt meira, eða 14 þúsund krónur.

Ef við reiknum með því að einstaklingur fari annan hvern mánuð í augabrúnalyftingu þá getur viðkomandi sparað sér 42 þúsund á ári með því að versla við ódýrustu stofuna. Fyrir það getur viðkomandi fengið sér til að mynda sjö litla rjómaísa í brauði með ídýfu í mánuði eða 85 slíka á árinu.

Svokallað brow lamination eða brow lift hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarið í snyrtivöruheiminum og virðist ekkert lát þar á.

Um er að ræða nokkurskonar permanent fyrir augabrúnir, þó tilgangurinn sé sannarlega ekki að krulla brúnirnar, heldur móta þær og greiða á ákveðinn hátt með svipaðri tækni, svo þær haldist þannig. Sömuleiðis er hægt að fara í samskonar meðferð á augnhárum, svokallað lash lift.

Meðferðin er nokkuð ný af nálinni á Íslandi, en vinsældir hennar hér á landi hafa aukist hratt í rúmlega ár, eða þar um bil.

Þykkar og miklar augabrúnir hafa verið í tísku síðustu ár og í kjölfarið vaknaði gamalt förðunartrend af værum blundi: sápubrúnir (e. soap brows). Það virkar nokkurn veginn eins og það hljómar: sápustykki er notað sem gel fyrir augabrúnirnar og sápan greidd í með augabrúnabursta, til þess að móta brúnirnar og fá þær til að sýnast fyllri og meira… flöffí?

- Auglýsing -

Brow lift, eða augabrúnalyfting eins og meðferðin verður kölluð í þessari grein, er í raun meðferð sem nær fram líku útliti og er svo vinsælt að öðlast með sápustykkinu, en virkar á svipaðan hátt og permanent og endist því vikum saman – allt upp í sex vikur. Endingin er þó einstaklingsbundin.

Í ljósi gríðarlegra vinsælda augabrúnalyftinga síðustu misseri, fór Mannlíf á stúfana og kannaði hvernig tíu snyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu verðsetja meðferðina. Kannað var annars vegar verð á augabrúnalyftingu einni og sér og hinsvegar verð á augabrúnalyftingu ásamt litun brúnanna og plokkun/vaxi.

Sumar af stofunum buðu einungis upp á annan þessara tveggja möguleika – augabrúnalyftingu eina og sér eða augabrúnalyftingu með litun og plokkun/vaxi.

- Auglýsing -

Í ljós kom að snyrtistofan Royal Beauty var með lægsta verðið á augabrúnalyftingu. Stofan, sem staðsett er í Grafarvogi, býður meðferðina á 7.000 krónur.

Dýrasta stofan, þegar kemur að augabrúnalyftingu einni og sér, er Dekurstofan (Hjá Sunnu), sem staðsett er í Kringlunni. Þess ber þó að geta að hún er mjög naumlega dýrari en Laugar Spa, en Dekurstofan verðsetur meðferðina á 11.000 krónur, á meðan meðferðin kostar 10.990 krónur hjá Laugar Spa.

Stofurnar Dimmalimm, Paradís og Snyrtistofan Fegurð bjóða ekki upp á augabrúnalyftingu eina og sér á verðskrá sinni, heldur einungis með litun og plokkun/vaxi inniföldu í verði.

Þegar kemur að besta verðinu á augabrúnalyftingu ásamt litun og plokkun/vaxi er snyrtistofan Paradís langódýrust, en stofan býður þennan pakka á 9.000 krónur. Þar sem Paradís er ekki með augabrúnalyftingu eina og sér í verðskránni sinni, náði hún ekki á blað í þeim lið, þó reikna megi með að þar væri stofan annað hvort ódýrust eða í öðru sæti, ef verðhlutfallið væri svipað.

Dýrasta stofa þeirra tíu sem skoðaðar voru, í þessum pakka, er aftur Dekurstofan (Hjá Sunnu), með verðmiða upp á 14.000 krónur. Snyrtistofan Fegurð og Snyrtistofan Kopar eru þó litlu ódýrari, en sú fyrri býður meðferðina á 13.500 krónur og sú seinni á 13.490 krónur.

Þær snyrtistofur sem ekki eru með augabrúnalyftingu, litun og plokkun/vax í einum pakka í verðskrá sinni eru Laugar Spa, Royal Beauty og Beauty Salon.

Þess ber að geta að verðkönnunin segir ekkert um gæði meðferðanna. Einungis viðskiptavinir þeirra stofa sem eru í verðkönnuninni geta vitnað um gæðin, þjónustuna og endingu meðferðarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -