Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

„Verið að grafa undan opinbera heilbrigðiskerfinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýrri yfirlýsing frá BSRB er kallað er eftir því að stjórnvöld bregðist tafarlaust við slæmri fjárhagsstöðu Landspítalans. Niðurskurður á Landspítalanum óásættanlegur að mati BSRB. „Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða til að leiðrétta stöðu Landspítalanum og draga úr því gríðarlega álagi sem verið hefur á starfsfólk hans,“ segir í fréttatilkynningu frá BSRB.

„Með því að halda þjóðarsjúkrahúsinu í fjársvelti er verið að grafa undan opinbera heilbrigðiskerfinu. Það er í beinni andstöðu við vilja þjóðarinnar, sem sýndi þann vilja meðal annars með þátttöku í undirskrifasöfnun þar sem um 85 þúsund manns kröfðust stóraukinna framlaga til heilbrigðismála,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formaðanni BSRB í fréttatilkynningunni.

Í tilkynningunni segir að starfsfólk Landspítalans á öllum sviðum hafi búið við gríðarlegt álag og að það hafi haft alvarlegar afleiðingar. „Starfsfólk hefur hrökklast úr starfi, nýliðun gengur illa og veikindi eru algengari en eðlilegt getur talist,“ segir í tilkynningunni.

Sandra B. Franks, stjórnarmaður í BSRB og formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir vanda spítalans á undanförnum árum hafi m.a. snúist um skort á heilbrigðisstarfsfólki. „Aukið álag og launaskerðingar verða ekki til að bæta þann vanda. Eðlilegra væri að leita allra leiða til að draga úr álagi og bæta kjörin til að fjölga í þessum mikilvægu fagstéttum,“ segir Sandra.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -