Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu í nóvember

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins (BÍ) er í mótun en er orðin nokkuð endanleg að sögn Hjálmars Jónssonar formanns félagsins.

 

Byrjað verður á fjögurra tíma vinnustöðvun á vefmiðlum, sem næði einnig til ljósmyndara og tökumanna, föstudaginn 8. nóvember. Það tímabil mun lengjast í átta tíma föstudaginn 15. nóvember og tólf tíma föstudaginn 22. nóvember.

Kemur þetta fram í Fréttablaðinu í dag.

„Ef það dugar ekki til að semja við okkur um það sama og aðrir hafa fengið erum við með hugmyndir um verkfall á prentmiðlunum fimmtudaginn 28. nóvember í aðdraganda svarts föstudags,“ segir Hjálmar, en dagblöð þess dags eru meðal stærstu blaða ársins vegna fjölda útsöluauglýsinga.

Segir Hjálmar að fundur næsta þriðjudag geti ráðið úrslitum, en ágætlega gangi að semja við minni aðila.

„Verkfallið tekur bara til þeirra aðila sem vilja ekki semja við okkur. Fjögur fyrirtæki hafa illu heilli kosið að fela SA samningsumboð sitt.“ Umræddir miðlar eru Fréttablaðið, Morgunblaðið, Sýn og RÚV, en um þriðjungur fréttamanna á RÚV eru félagsmenn í BÍ.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Ballarin á leynifundi með Ármanni

Orðrómur Ein stærsta ráðgátan eftir útboð Icelandair er höfnunin á tilboði athafnakonunnar Michael Roosevelt Ballarin sem hermt er...

Askja innkallar Mercedes-Benz X-Class

Bílaumboðið Askja ehf. innkallar nú 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar framleiddar árin 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki...