Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

„Við eigum nýja stjórnarskrá“ – Ný vegglistaverk skjóta upp kollinum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Undanfarið hefur baráttufólk fyrir nýrri stjórnarskrá farið mikinn víðsvegar um miðbæinn. Þannig hafa ný veggjakrot og listaverk litið dagsins ljós sem ýmist innihalda skýrt ákall eftir nýrri stjórnarskrá eða einkennismerki Stjórnarskrárfélagsins. Mannlíf hefur undir höndum myndir og myndbönd af hinum nýju listaverkum, ýmist tilbúnum og í vinnslu.

Veggurinn við lóð Sjávarútvegshússins við Skúlagötu, sem málaður var í sama tilgangi á síðasta ári, hefur nú aftur verið málaður af stjórnarskrársinnum. Skilaboðin á veggnum eru skýr: „Við eigum nýja stjórnarskrá!“

Síðast þegar veggurinn var málaður virtist allt fara á annan endann hjá hinu opinbera – en það vakti furðu hversu fljótt veggurinn var þrifinn af starfsfólki stjórnarráðsins.

Í kjölfarið sást bíll frá Securitas vakta vegginn. Af því tilefni sagði Sara Óskarsdóttir, varaþingmaður Pírata:

- Auglýsing -

„Þeir eru í alvöru að láta vakta vegginn. Eyða almannafé í að láta vakta vegginn.
En það er ekkert sem tendrar í uppreisninni eins og undirokun.“

Nú virðast stjórnvöld ekki hafa undan að hreinsa listaverkin, því þau eru víða sjáanleg um bæinn – og fjölgar bara eftir því sem nær dregur kosningum. Einnig er félagið komið með nælur sem æ fleiri sjást bera á götum borgarinnar.

- Auglýsing -

Stjórnarskrárfélagið hefur birt lista yfir þá flokka sem vitað er fyrir víst að styðji nýju stjórnarskrána. Þeir eru Píratar, Samfylkingin og Sósíalistaflokkurinn.

Stjórnarskrárfélagið, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá, Ungir umhverfissinnar og Töfrateymið standa fyrir viðburði á Húrra í kvöld undir titlinum „X við nýju stjórnarskrána // X við umhverfið“. Um er að ræða tónleika þar sem hin ýmsu nöfn úr tónlistarheiminum koma fram; Snorri Helgason, Gugusar, Supersport! og Vill ásamt mun fleirum. Greint hefur verið frá því að Matthías Tryggvi Haraldsson, leikskáld og meðlimur Hatara, muni flytja hugvekju. Húsið mun opna klukkan 17:30 með pub-quiz undir stjórn Villa naglbíts. Tónleikarnir hefjast svo klukkan 20.

Mynd: aðsend

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -