Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Viðbúnaður í Ármúla: Lögreglumaður handsamaði konu í húsasundi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Vegfarendum og starfsmönnum fyrirtækja í Ármúla var brugðið þegar lögreglubíll keyrði á miklum hraða niður götuna og lögreglumaður fór því næst á harðahlaupum inn í húsasund í götunni. Lögreglumaðurinn handsamaði þar konu sem hann leiddi inn í lögreglubifreiðina og segja vitni hann hafa farið harkalega að konunni þegar hún var sett í aftursætið.

Lögreglubifreið var að aka upp Ármúla þegar viðstaddir heyrðu hátt bílflaut. Því næst tók lögreglubifreiðin u-beygju og tók á rás niður götuna. Bifreiðin staðnæmdist við húsasund við hlið verkstæðis Ormsson og lögreglumaður tók á rás út úr bifreiðinni og inn í húsasundið. Stuttu síðar sáu vegfarendur lögreglumanninn birtast út úr húsasundinu með konu meðferðis.

„Þeir sneru bara við á punktinum og brunuðu hér niður götuna. Svo snarstoppa þeir og lögreglumaðurinn stekkur út úr bílnum og fer á harðahlaupum inn húsasundið. Stuttu síðar sjáum við hann koma til baka með konu sem hann setur, svona frekar harkalega, inn í bílinn,“ segir vitni sem fylgdist með atburðarásinni.

Á meðan einn lögreglumaður var inni í bifreiðinni með konunni ræddi annar þeirra við mann þar nálægt. Fljótlega var annar lögreglubíll mættur á staðinn.

Bifreiðin sem lögregla rakst utan í.

Starfsmaður Ormsson sagði í samtali við Mannlíf að lögreglan hafi verið að elta Lexus-bifreið og er konan talin hafa verið farþegi í bifreiðinni. Starfsmaðurinn sagði lögregluna hafa komið að með slíkum hraða að hún hafi rekist utan í aðra bifreið. Lögreglan hafi látið eigandann vita og rætt við hann.

Aðspurð vildi lögregla ekki svara því hvað þarna var á seyði en vildi ekki meina að málið væri fréttnæmt.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -