Viðræður við kröfuhafa vel á veg komnar

Deila

- Auglýsing -

Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og stefnir félagið á að klára samninga í næstu viku. Þó svo að flestir samningar hafi verið undirritaðir er viðræðum ekki lokið segir í tilkynningu frá félaginu.

Flugfélagið fullyrðir einnig að viðræður við Boeing-fyrirtækið gangi vel þar sem rætt er um frekari bætur vegna kyrrsetningar MAX-flugvélanna og breytingar á afhendingu vélanna sem enn á eftir að afhenda.

Icelandair hefur lokst tekist að loka samningum við allar flugstéttir félagsins sem var lykilatriði í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Í tilkynningu þess segir að nú sé unnið að útfærslu láns með ríkisábyrgð og að stefnt sé á að ljúka fyrirhuguðu hlutafjárútboði í ágústmánuði.
- Advertisement -

Athugasemdir