Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Vilhjálmur segir andstæðinga í ASÍ tilbúna að auka hagnað fyrirtækja á kostnað launafólks

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég skal fúslega viðurkenna að ég tel það ekki þjóna neinum hagsmunum launafólks að taka þátt í þessu persónulega níði sem fámennur hópur ástundar. Þrátt fyrir það tel ég brýnt að svara grein eins og þessari frá formanni Stéttarfélags Vesturlands sem segist vera stuðningsmaður Salek og að við bara skiljum ekki út á hvað nýtt samningalíkan í anda Salek gengur.“

Þetta segir Vilhjálmur Birgisson,  formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, á Facebook og vísar til skrifa Signýjar Jóhannesdóttir, formann Stéttarfélagi Vesturlands, á Vísi. Signý var varaforseti ASÍ þegar Gylfi Arnbjörnsson stýrði því. Í stuttu máli þá er Signý hrifin af stefnu Gylfa en ekki þeirra sem stýra nú.

Vilhjálmur bendir á að sú stefna hafi ekki verið með hagsmuni verkafólks í fyrirrúmi. „Ég vil þó byrja á að segja að ég hélt að það ætti ekki að vera neinn málaefnalegur ágreiningur á milli okkar en hann afhjúpast til dæmis í þessum skrifum frá Signýju. Árið 2015 fékk Salek hópurinn Steinar Holden frá hagfræðideild Oslóarháskóla til að gera skýrslu sem bar heitið:  „Nýtt samningalíkan fyrir Ísland“

Í þeirri skýrslu kemur meðal annars þetta fram:

„Hóflegar launahækkanir leiða af sér aukinn hagnað fyrirtækja og það er mikilvægt að launafólk sjái þann hagnað skila sér í aukinni fjárfestingu og atvinnusköpun en ekki eingöngu í auknum arðgreiðslum og hærri launum æðstu stjórnenda fyrirtækjanna.““

Vilhjálmur segir að Salek þýði einfaldlega allt of mikla undirgefni gagnvart fyrirtækjum og eigendum þeirra. „Já, nýja samningalíkanið gengur út á að semja um hóflegar launahækkanir sem eykur hagnað fyrirtækja á kostnað launafólks en við verðum bara að trúa því að það leiði ekki „eingöngu“ til hærri arðgreiðslna og hærri launa hjá æðstu stjórnendum.

- Auglýsing -

Við formann Stéttarfélags Vesturlands vil ég segja: Jú, við skiljum út á hvað Salek átti að ganga en það er sorglegt að til hafi verið aðilar sem voru tilbúin að auka hagnað fyrirtækja á kostnað launafólks eins og kemur fram í þessari skýrslu ef Salek hefði náð fram að ganga eins og formaður Stéttarfélags Vesturlands og fleiri vildu að myndi gerast.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -