Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Vilhjálmur vill breyta mælingunni á vísitölunni: „Fjármálakerfið öskrar á stýrivaxtahækkanir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verkalýðsforkólfurinn Vilhjálmur Birgisson segir að „eins og ég hef fjallað um áður þá er gefin út svokölluð samræmd vísitala í hverjum mánuði þar sem hún er mæld með nákvæmlega sama hætti í öllum löndum innan ESB.“

Bætir við:

„Eini munurinn á þessari mælingu og íslensku vísitölunni er að ekki er inni svokallað eigið húsnæði í samræmdu vísitölunni. Eins og sést á þessari mynd (að ofan) er einungis eitt land innan ESB sem er með lægri verðbólgu en er hér á Íslandi en það er Sviss.“

Vilhjálmur bendir á að „íslenska verðbólgan er 9.3% en samræmda 5.5% eins og kemur fram á þessari mynd.

Þrátt fyrir þessar bláköldu staðreyndir eru stýrivextir á Íslandi nánast þeir hæstu af öllum löndum innan ESB og fjármálakerfið öskrar á frekari stýrivaxtahækkanir. Það blasir við að það þarf að breyta mælingunni á vísitölunni, sérstaklega í ljósi þess að nánast allt í íslensku umhverfi er verðtryggt en slíkt þekkist ekki í öðrum löndum og við erum með eina hæstu vextina af þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við sem hefur kostað íslensk heimili gríðarlega fjármuni að undanförnu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -