Föstudagur 14. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Vill að við pössum upp á unglingana okkar: „Follows og likes hafa ekkert með okkar virði að gera“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elísabet Eyþórsdóttir biðlar til fólks að passa upp á unglinga landsins í fallegri Facebook-færslu.

Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir skrifaði afar fallega Facebook-færslu í gær, þar sem hún talaði um það hversu erfitt það sé að vera unglingur og þá sérstaklega í heimi þar sem samfélagsmiðlar ráða ríkjum.

Við færsluna birti hún ljósmynd af henni sjálfri þegar hún var á unglingsaldri en hún segist hafa skammast sín lengi fyrir þessa mynd. „Ég þakka fyrir það að samfélagsmiðlar voru ekki partur af mínum unglingsárum. Það hefði líklegast ekki styrkt mitt lága sjálfsmat á þeim tíma. Ég skammaðist mín lengi fyrir þessa mynd sem kom í Morgunblaðinu árið 2000 þegar ég var að fara fermast,“ skrifaði Elísabet og bætti við: „Í dag er ég leið yfir því að hafa skammast mín fyrir myndina og er þakklát fyrir þá sjálfstyrkingu sem hjálpaði mér að elska 13 ára gömlu Betu. 13 ára gömlu Betu sem var þarna að breytast úr því að vera lífsglaður, áhyggjulaus og frekar athyglissjúkur krakki í mjög sjálfsmeðvitaðan og óöruggan ungling og var allt í einu orðin frekar stressuð yfir því að vera ekki samþykkt!“

Í kjölfar þessa orða biðlaði Elísabet í færslunni, til fólks að „passa upp á unglingana okkar og vera meðvituð um þeirra hugmyndir um velgengni og fegurð í dag.“ Bæti svo við að pressan sé mikil í samfélagi nútimans, sérstaklega vegna þess magns efnis sem finna má á samfélagsmiðlunum, „sem getur ruglað í hugmyndum unglinga um það hvernig “hin fullkomna manneskja” á að vera.“

Þá sagði Elísabet að það sé ekki hægt að loka á samfélagsmiðlana en að það megi vel minna á að það sem fram kemur á þeim miðlum, sé ekki alltaf sannleikanum samkvæmt og að „follows og likes hafa ekkert með okkar virði að gera.“ Bætti hún svo við: „Enginn getur verið fullkominn og í ófullkomleikanum býr fegurðin.“

Að lokum vill Elísabet að fólk fagni því að við erum öll mismunandi. „

Fögnum því að við erum öll mismunandi, með mismunandi styrkleika, útlit, áhugamál, langanir og þrár. Hjálpum unglingunum okkar að taka pláss í staðinn fyrir að lifa í skömm. Hjálpum þeim að læra að tjá tilfinningar sínar! Hjálpum þeim að elska sitt eigið sjálf, treysta á eigið innsæi og finna sína eigin styrkleika. Hjálpum þeim að forðast samanburð og hjálpum þeim að sjá fegurðina í því að við erum öll mismunandi en á sama tíma öll jafn mikilvæg. Hjálpum þeim að dreyma stórt og hjálpum þeim að treysta því að þeim séu allir vegir færir!!
Hjálpum þeim að finna kjarnann sinn og hjálpum þeim að muna að fegurð okkar og virði kemur innan frá. ÁFRAM UNGLINGAR.“

- Auglýsing -

Færslu Elísabetar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -