Fimmtudagur 18. ágúst, 2022
11.8 C
Reykjavik

Villtur lundi á vappi í Hlíðunum: „Hæstánægður með bílferðina í lögreglubílnum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna óvenjulegu útkalli í vikunni. Áhyggjufullur vegfarandi hafði samband vegna lunda, sem af einhverjum ástæðum var á vappi í Suðurhlíðunum í Reykjavík.

„Ekki fylgdi tilkynningunni hvort hann væri særður,“ segir í færslu lögreglu um lundann hugaða.

„Við sendum að sjálfsögðu tvo lögreglumenn snarlega á staðinn til að kanna málið frekar. Eftir stutta leit fannst lundinn. Hann var ánægður að sjá okkur og var hinn gæfasti í höndum lögreglu.“

Ákveðið var að fara með lundann ljúfa í Húsdýragarðinn á fund dýrahirðis, sem að sögn lögreglu tók vel á móti honum og ætlaði að gera viðeigandi ráðstafanir.

Á öllum lýsingum virðist lundinn hafa verið mikið gæðablóð og honum og lögregluþjónunum orðið vel til vina.

„Lundinn var mjög rólegur og hæstánægður með bílferðina í lögreglubílnum.

- Auglýsing -

Sum útköll eru einfaldlega skemmtilegri en önnur og það má svo sannarlega segja um þetta útkall,“ segir að lokum í tilkynningunni áður en landsmönnum er óskað góðrar helgar.

Vegfarandinn sem hringt hafði á lögreglu vegna lundans skrifar í athugasemd við færsluna að hún hafi næstum verið búin að hjóla á hann.

„Hann tók ekki í mál þrátt fyrir strangar samningaviðræður að fara í átt að sjónum og stefndi í allt aðra átt svo mér fannst vissara að hann kæmist í smá tékk áður en hann yrði undir einhverju farartæki. Gott að heyra að hann hafi komist í góðar hendur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -