Miðvikudagur 29. júní, 2022
13.8 C
Reykjavik

Vinkonurnar mögulega sendar til Hvíta-Rússlands: „Það er ekki vafi í mínum huga“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hvít-rússnesku vinkonurnar Alina Kaliuzhnaya og Daria Novitskaya sem Mannlíf tók viðtal við á dögunum, gætu verið sendar til Hvíta-Rússlands, fái þær ekki stöðu flóttamanna.

Útlendingastofnun hefur tvívegis neitað konunum um hæli á Íslandi sem pólitískir flóttamenn en nýverið var ákveðið að taka mál þeirra til efnislegrar skoðunar, í ljósi þess að Pólland er í engri stöðu til að taka við þeim aftur vegna stríðsins í Úkraínu. Eins og fram kom í viðtalinu höfðu þær vinkonur ríka ástæðu til að flýja heimalandið en báðar þjást þær af sjaldgæfum sjúkdómum og hafa sætt ofsóknir af hendi yfirvalda Alexanders Lukashenko forseta eftir að þær tóku þátt í mótmælagöngum vegna spillingar forsetans. Daria þurfti að dúsa 15 daga í fangelsi þar sem hún varð fyrir andlegu ofbeldi og pyntingum. Flúðu þær því til Íslands með pólskri vegabréfsáritun.

Sjá einnig: Pólitískar flóttakonur frá Hvíta-Rússlandi senn sendar úr landi – Veikar og óttast framhaldið

Í samtali við Mannlíf sagði lögmaður Alinu, Jón Sigurðsson að afar sjaldgæft væri að fólk frá Hvíta-Rússlandi fái mál sitt tekið til efnislegrar skoðunar en vegna stríðsins í Úkraínu var ákveðið að gera það. „Þetta er sjaldgæft land til að hljóta efnismeðferð en þær fengu það bara vegna ástandsins í Póllandi, það eru svo margir flóttamenn þar núna.“

En hvað er efnismeðferð? „Þær sem sagt fara í viðtal hjá Útlendingastofnun á næstunni og í kjölfarið verður það metið hvort þær uppfylli skilyrði fyrir því að kallast flóttamenn,“svaraði Jón og bætti við að „ef að það endar í neikvæðri niðurstöðu, þá gætu yfirvöld komist að þeirri niðurstöðu að það eigi að senda þær aftur til Hvíta-Rússlands.“ Bætti hann einnig við að það sé kannski ekki beint hægt að segja að það standi til en gæti orðið raunveruleikinn ef allt fer á versta veg.

Að lokum spurði blaðamaður Mannlífs hvort hann væri bjartsýnn á jákvæðri niðurstöðu fyrir vinkonurnar sagðist Jón auðvitað aðeins geta svarað fyrir hönd Alinu. „Ég tel að Alina uppfylli skilyrðin til þess að vera flóttamaður, það er ekki vafi í mínum huga en yfirvöld eru stundum ósammála.“

- Auglýsing -

Málið verður tekið fyrir á allra næstu dögum.

Hafin er undirskriftasöfnun til stuðnings Alinu og Dariu, til að krefjast þess að þær fái að búa hér á landi. Hægt er að skrifa undir hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -