Sunnudagur 3. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Vinslit Davíðs og Jóns Steinars: ,,Hann hætti að tala við mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstarréttardómari, er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Jón Steinar segist í þættinum ekki hafa heyrt í Davíð Oddssyni í langan tíma, líklega vegna þess að Davíð hafi verið ósáttur við skoðanir hans:

 

,,Við höfum ekki talað saman í meira en ár. Hann hætti bara að tala við mig og hefur líklega farið í fýlu út í mig. Hann hefur ekki fengist til að segja mér hvað veldur þessum vinslitum. Kannski af því að ég lét ég í ljósi andúð mína á meðferð hæstaréttar á broti þar sem bankamenn voru dæmdir umvörpum í fangelsi fyrir umboðssvikabrot. Það eru skilyrði fyrir slíkum brotum að menn hafi haft tilgang til auðgunar. Ég skrifaði um þetta og einn af þeim sem voru tengdir Arionbanka, Ólafur Ólafsson, leitaði til mín og ég skrifaði álitsgerð um þann dóm, þar sem ekki stóð steinn yfir steini og brotinn réttur á sakborningi. Ég held, þó að ég viti það ekki fyrir víst að Davíð, gamli vinur minn, hafi alls ekki verið hrifinn af þessu,” segir Jón Steinar og bætir við: 

 

En mér er alveg sama, af því að ég lifi fyrir lögfræðina mína og mína eigin sannfæringu. Ég má ekki byrja að gefa afslátt á minni betri vitund. Ég hef alltaf tekið það hlutverk alvarlega að vera lögfræðingur og dómari og að starfa við að verja réttindi borgaranna. Það hefur þýtt það að ég hef oft gagnrýnt Davíð í gegnum tíðina, bæði á pólitískum forsendum og öðrum, þó að það hafi nú aldrei valdið vinslitum fyrr en núna. En ég var til dæmis alls ekki hrifinn af því þegar hann lét Reykjavíkurborg reisa veitingastað uppi á Öskjuhlíðinni á sínum tíma, þegar Perlan var byggð. Hvaða bull er það að Reykjavíkurborg sé að reka veitingastað í Öskjuhlíð? Eða þegar hann ætlaði að láta íslenska ríkið gangast í ríkisábyrgðir fyrir skuldbindingar Íslenskrar Erfðagreiningar. Þetta er einkafyrirtæki. Hvaða rugl er það? Eða þegar hann var að banna einkafyrirtækjum að eiga hlut í fjölmiðlum. Þá skrifaði ég grein í Morgunblaðið sem hét: ,,Ég styð frelsið”. Lífshugsjón mín er sú að við búum í samfélagi að við séum frjálsir einstaklingar. Að við eigum að vera frjáls til athafna, en bera svo ábyrgð á því sem við erum að gera. Þetta eru mínar grundvallarskoðanir og það að halda mig við þessar hugsjónir hefur oft kostað mig vandræði. Það er oft verið að reyna að gera eitthvað annað úr mér en ég er. Ég er hugsjónamaður, bæði í pólitík og lögfræði. Og ef að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að breyta rétt, þá fær hann engan stuðning hjá mér. Ég neita að láta flokka mig í eitthvað lið.”

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -