Laugardagur 22. janúar, 2022
1.8 C
Reykjavik

Virði Alvogen lækkað um 165 milljarða á sex árum – Stærstu hluthafar vilja selja

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fjárfestingafélagið Aztiq tilkynnti í gær um kaup á leiðandi hlut í tævanska lyfjafyrirtækinu Lotus og öðru dótturfélagi fyrir 62 milljarða króna. Lotus hefur verið dótturfyrirtæki Alvogen frá árinu 2012 og skráð á hlutabréfamarkað í Tævan. Undanfarna mánuði hefur Alvogen selt umtalsvert af eignum til fjárfestingafélags Róberts Wessman. Hlutabréfaverð Lotus lækkaði um tæp 3 prósent í gær. 

Hörður Ægisson, blaðamaður hjá Innherja, nýstofnuðum viðskiptamiðli visir.is, greindi frá því í mars þegar hann starfaði hjá Fréttablaðinu, að stærstu hluthafar Alvogen vildu selja eign sína í félaginu. Frá þeim tíma hefur Asíu starfsemi fyrirtækisins verið seld og stór hluti af Alvogen í Bandaríkjunum til Aztiq. Hluthafar Alvogen harðneituðu fyrir frétt Harðar á sínum tíma en Fréttablaðið stóð fast á sínu. Í júní var stór hluti af Alvogen í Bandaríkjunum selt til Aztiq, í viðskiptum sem mátu fyrirtækið á 43 milljarða króna eða 350 milljónir Bandaríkjadala. 

Róbert Wessman stjórnarformaður Alvogen var kampakátur þegar gengið var frá viðskiptunum.

Virði Alvogen lækkað mikið frá árinu 2015

Þegar horft er til tilkynninga Alvogen um heildarvirði starfsemi fyrirtækisins í viðskiptum á þessu ári, má sjá að rekstrareiningar samstæðunnar eru í dag um 105 milljarða króna virði. Viðskiptablaðið rifjaði upp í gær að sex ár eru liðin frá aðkomu alþjóðlegu fjárfestingasjóðanna CVC Capital Partners og Temasek að Alvogen. Það var í júní 2015 sem tilkynnt var um kaup sjóðanna á meirihluta í Alvogen, í viðskiptum sem verðmátu fyrirtækið á tvo milljarða Bandaríkjadala (270 milljarðar króna). 

Virði rekstrareininga Alvogen í dag virðist því aðeins um 40 prósent af virði fyrirækisins á árinu 2015 og hefur því lækkað um 165 milljarða króna. Samkvæmt umfjöllun fjölmiðla hefur Alvogen aldrei skilað hagnaði eða greitt arð til hluthafa á þeim 12 árum sem Róbert Wessman hefur stýrt fyrirtækinu. Nú virðast fararsnið á CVC Capital Partners og Temasek frá Alvogen miðað við eignasölu fyrirtækisins til Róberts. Vert er að taka fram að Alvogen-samstæðan virðist hafa tekið nokkrum breytingum á þeim sex árum sem alþjóðlegu fjárfestingasjóðirnir hafa verið hluthafar og ofangreindar upplýsingar vísa aðeins í opinberar yfirlýsingar Alvogen og Aztiq. Auk rekstrareininga Alvogen er fyrirtækið hluthafi í systurfyrirtækinu Alvotech. Sú fjárfesting gæti skilað vænum hagnaði í framtíðinni ef áætlanir ganga eftir. Eins eru sagðar blikur á lofti hjá Alvogen í Bandaríkjunum og í Asíu um grænar tölur og aukinn vöxt sem geta snúið rekstrinum til betri vegar. 

Eru eignir Alvogen á útsölu?

- Auglýsing -

Nýjustu kaup Aztiq í gær, á „Black Friday útsöludeginum“ gefa til kynna að þau hafi verið hagfelld fyrir Aztiq-menn. Hlutabréfaverð Lotus hefur þó nánast staðið í stað síðastliðin fimm ár og ekki verið greiddur arður til hluthafa. En Aztiq menn sjá tækifæri í rekstrinum og stýra nú fyrirtækinu. Ef litið er til verðmæti rekstrareininga Alvogen á árinu 2015 samanborið við tilkynningar Aztiq í gær og í júní síðastliðinn kann að vera að Aztiq-menn séu að gera kjarakaup með vænlegum „afslætti“. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -