Miðvikudagur 17. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Vísindaþorp í Vatnsmýrinni verður til! Nýsköpun – tækni og hugvit í mýrlendi Reykjavíkur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hugvit, nýsköpun og tækni verða burðarásar í verðmætasköpun Íslendinga. Þetta er markmið starfsins í Vísindaþorpinu í Vatnsmýri eða Reykjavik Science City sem Íslandsstofa kynnti formlega í gær.

Reykjavik Science City mun stuðla að því að Ísland verði eftirsóttur staður til rannsókna, þróunar og fjárfestinga auk þess að laða erlend fyrirtæki og sérfræðinga til landsins

Samkvæmt síðu Vísindagarða Háskóla Íslands er tilgangur verkefnisins að stuðla að því að Ísland verði eftirsóttur staður til rannsókna, þróunar og fjárfestinga auk þess að laða erlend fyrirtæki og sérfræðinga til landsins.

Í Vísindaþorpinu verður lögð áhersla á uppbyggingu svokallaðrar grænnar og blárrar tækni (e. Greentech og e. Bluetech) og lífvísinda en Íslendingar hafi þegar aflað sér mikillar þekkingar á þeim sviðum og eiga þar inni öflug tækifæri.

Á árinu 2020 fjölgaði starfsgildum um 14%

Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu segir í kynningunni að það felist mikil tækifæri í þessum efnum. Mikill vöxtur hafi verið í gjaldeyristekjum hugverkaiðnaðarins undanfarin ár og áhrif Covid-19 undirstriki enn frekar hve mikilvægt er fyrir íslenskt efnahagslíf að styrkja og fjölga stoðum í efnahagslífinu.

„Það er þörf  á enn frekari vexti í greinum tengdum hugviti, nýsköpun og tækni Reykjavík Science City er til að styðja við þann vöxt. Tækifærin eru svo sannarlega fyrir hendi,“ segir Jarþrúður og bendir á að samkvæmt rannsókn Íslandsstofu á rekstrarumhverfi slíkra fyrirtækja hafi komið í ljós að á árinu 2020 fjölgaði starfsgildum þar um 14% á sama tíma og heimsfaraldur Covid-19 gekk hér yfir með tilheyrandi uppsögnum og atvinnuleysi.

- Auglýsing -

Í Vatnsmýrinni hafi skapast frjór jarðvegur fyrir fyrirtæki sem drifin eru áfram af hugviti og segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Vísindaþorpið eina meginstoð borgarinnar í atvinnumálum.

„Við þurfum fjölbreytt atvinnulíf og öflugt þekkingarsamfélag er liður í samkeppnishæfni borgarinnar. Öðrumegin í borginni er að vaxa Þorp skapandi greina í Gufunesi og hinumegin erum við með Vatnsmýrina sem samanstendur af framúrskarandi rannsóknum á sviði læknavísinda við Landspítalann, að Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

Nú þegar eru starfandi framsækin og stöndug fyrirtæki eins og CCP, Decode og Alvogen auk fjölda lítilla og meðalstórra sprotafyrirtækja á sviði tækni og vísinda. Við erum staðráðin í að fjölga stórum og öflugum þekkingarfyrirtækjum á svæðinu og auka enn á gróskuna hjá minni fyrirtækjum og sprotum. Framtíðin er því björt í Vatnsmýrinni og hryggjarstykkið verður Vísindaþorpið sem við kynnum hér í dag.“ segir Dagur.

- Auglýsing -

Frá Siri og Google yfir í Vatnsmýrina

Gestur fundarins var Guðmundur Hafsteinsson, forstjóri og stofnandi Fractal 5 og sagði hann sína skoðun á drífandi umhverfi fyrir tækni- og nýsköpunarfyrirtæki. Guðmundur á að baki yfir 20 ára starfsreynslu í tæknigeiranum, hefur stofnaði tæknifyrirtæki og selt í Bandaríkjunum og var meðal annars yfir vöruþróun hjá Siri sem var síðar keypt af Apple og einnig yfir vöruþróun á Google Assistant. Eftir að hafa starfað í Bandaríkjunum í yfir fimmtán ár flutti hann aftur til Íslands vorið 2019. Fractal 5 teymið hefur starfsstöð í Grósku og vinnur að þróun hugbúnaðar sem kallast break.is til að auðvelda fólki að eiga í innihaldsríkari samskiptum við fleiri einstaklinga.

Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, hlakkar til samstarfsins og segir verkefnið metnaðarfullt og spennandi.

“Verkefnið er afar spennandi og miðar að því að gera nýsköpun og hugvit að burðarás í verðmætasköpun og atvinnulífi hér á landi og laða hingað fleiri erlend fyrirtæki og sérfræðinga til rannsókna og þróunar á tilteknum sviðum, eins og lífvísindum og blárri og grænni tækni.

Þessar áætlanir ríma vel við stefnu Háskóla Íslands og nú þegar hafa bæði öflug þekkingarfyrirtæki og ýmis sprotafyrirtæki komið sér fyrir á svæðinu, þar á meðal í landi Vísindagarða Háskóla Íslands, og skapað þannig fjölmörg ný tækifæri fyrir íslenskt samfélag. Ég fagna þessu framtaki og við í Háskóla Íslands hlökkum samstarfsins um öflugt Vísindaþorp í Vatnsmýri”.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -