Mánudagur 11. desember, 2023
0.8 C
Reykjavik

Vítahringur örvæntinga á leigumarkaði: „Fjórfalt líklegri en aðrir til að fremja sjálfsvíg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Arngrímsson skrifaði pistil um skelfilegt ástand á húsaleigumarkaði.

Guðmundur Arngrímsson, formaður Leigjendasamstakanna, skrifaði fyrr í dag pistil þar sem hann ræðir um ástandið á húsamarkaðnum á Íslandi. Að hans mati er ástandið skelfilegt og það þurfi að grípa inn í með einhverjum hætti. Hækkun á leigu, lítið framboð og óöryggi er allt hlutir sem hann tekur fyrir í pistlinum.

„Öruggt og stöðugt húsnæði skiptir öllu máli í þroska og heilbrigði einstaklinga og fjölskyldna. Öryggi og stöðugleiki í húsnæðismálum er því eitt stærsta og mikilvægasta lýðheilsuverkefnið í okkar samtíma. Hvernig okkur tekst til ræður úrslitum um heilbrigði samfélagsins til bæði styttri og lengri tíma. Á hinn bóginn veldur húsnæðisóöryggi víðtækum félagslegum og sálrænum áhrifum hjá þeim sem það upplifa. Eftir því sem óöryggið er meira því meiri líkur eru á að áhrifin verði langvinn og valdi vítahring örvæntingar og kvíða sem leiðir af sér umfangsmikinn heilsubrest og jaðarsetningu hjá mörgum.“ sagði Guðmundur í pistlinum sem birtist á Vísi fyrr í dag. 

„Húsnæðisöryggi er gríðarlega þýðingamikið því það hefur víðtæk áhrif alla velferð sem og samfélagslegan og efnahagslegan stöðugleika. Það hafa allar rannsóknir sýnt undanfarna áratugi. Þannig er húsnæðisöryggi grundvöllur fyrir félagslegar framfarir og virkni lýðræðisins. Að sama skapi hefur það afgerandi áhrif á getu og stöðu einstaklinga til að taka þátt í samfélaginu og finna sköpunarkrafti sínum og starfsorku farveg.“

„Alþjóðlegar rannsóknir staðfesta jafnframt að leigjendur sem búa við óöryggi í húsnæðismálum, yfirvofandi húsnæðismissi eða tíða flutninga eru mun líklegri en aðrir til að eiga í andlegum erfiðleikum eða upplifa hrakandi geðheilsu. Þegar búið er að meta allar félags-, heilsufars- og fjárhagslegar breytur stendur eftir að leigjendur eru tvöfalt líklegri til að upplifa hrakandi andlega heilsu en aðrir. Sænskar rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem býr við slíkt óöryggi eru rúmlega fjórfalt líklegri en aðrir til að fremja sjálfsvíg,“ sagði Guðmundur og að óöryggið hafi sérstaklega mikil áhrif á börn og hafi mótandi áhrif á þroska og vellíðan þeirra.

„Húsaleiga hefur hækkað um rúmlega 160% á undanförnum rúmum áratug. Það hefur ríkt lögleysa um vísitölutengingu húsaleigusamninga í aldarfjórðung en tíðni hennar er margfalt hærri en í öðrum löndum og veldur búsifjum fyrir leigjendur. Húsnæðisbyrði leigjenda hefur að jafnaði verið 45% á undanförnum fimm árum og veldur hún hlutfallslega þrefalt meiri fátækt hjá leigjendum en annarsstaðar í álfunni skv. rannsókn velferðavaktarinnar. Álag húsaleigu á lágmarkslaun á Íslandi er tæplega 50% hærri hér en á hinum norðurlöndunum.“ sagði formaðurinn og að Íslandi sé það land sem er með hæsta hlutfall af húsnæði á skammtímaleigumarkaði af öllum löndum Evrópu.

- Auglýsing -

„Til eru margar skilgreiningar á góðri geðheilsu en flestar snúa þær að því að fólk sé sátt við sjálft sig og umhverfi sitt, upplifi jafnvægi og öryggi þannig að það geti þróað með sér færni til að takast á við áskoranir lífsins. Eigum við ekki að byrja þar? Eigum við ekki að gera fólki og ekki síst leigejndum kleift að öðlast öryggi og jafnvægi, eða ætlum við bara halda áfram að dæla lyfjum í börn á leigumarkaði svo að þau geti afborið áföllin sem þau verða fyrir?“

 

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -