Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Vítalía er hætt á öllum samfélagsmiðlunum: „Þetta er spill­ing og ekk­ert annað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vítalía Lazareva er hætt á öllum samskiptaforritum. Ekki tilbúin að segja ástæðuna.

Vítalía Lazareva komst í fréttirnar í fyrra en þá sagði hún frá ástarsambandi sínu við Arnar Grant, líkamsræktarfrömuð, sem þá var kvæntur. Það sem vakti enn meiri athygli var frásögn hennar af kynferðisbrotum sem hún varð fyrir af hendi vinahópi Arnars, í heitapotti í sumarbústað eins þeirra í október síðastliðnum.

Sjá einnig: Vítalía með nýjar uppljóstranir í sumarbústaðarmálinu: „Þórður Már braut á mér manna mest“

Þá sagði hún einnig frá því á Twitter í síðustu viku að hún ætti margt að þakka stuðningi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra Festis hf. en fréttir höfðu þá borist af skyndilegum starfslokum hans. Samkvæmt heimildum Mannlífs var það meðal annars fyrir tilstilli hluthafanna Þórðar Más Jóhannessonar og Hreggviðs Jónssonar að hann var látinn fjúka. Sagði Vítalía í færslunni að Eggert hefði hlustað á sig og stutt sig í málinu. „Einn af þeim fáu mönn­um sem talaði við mig án þess að þekkja mig, hlustaði og gaf mér tæki­færi á að segja mína hlið þegar ÞMJ var bú­inn að leggja allt aðra sögu á borðið hjá stjórn­inni. Ég á Eggerti mikið að þakka og ég vona að hann viti það. Þetta er spill­ing og ekk­ert annað,“ ritaði Vítalía á miðilinn.

Fréttin uppfærð

Þegar frétt þessi birtist í dag var haft eftir mbl.is að færsla Vítalíu hefði verið gagnrýnd af lesendum en það ku ekki vera rétt samkvæmt Vítalíu sem sagði í samtali við Mannlíf að hún hefði fengið afar jákvæð viðbrögð við færslunni. Sagði hún að fólk hafi mært Eggert í hástert í athugasemdunum.

- Auglýsing -

Þá sagði Vítalía Mannlífi aukreitis að hún væri hætt á öllum samfélagsmiðlunum, Facebook, Instagram og Twitter. Aðspurð hvort hún hefði fengið nóg af þeim neitaði Vítalía því. Sagði hún ástæðurnar aðrar en vildi ekki tíunda þær frekar.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -