Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Vítalía kærir alla nema Loga Bergmann: „Búið að taka skýrslu af öllum í málinu, líka sakborningum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er búið að taka skýrslu af öllum í málinu, líka sakborningum,“ sagði Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Vítalíu Lazarevu, í samtali við Mannlíf í morgun.

Staðfesti hún jafnframt að Vítalía hefði lagt fram kæru á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Sagði hún Vítalíu hafa farið í skýrslutöku vegna málsins í sumar.

Aðspurð hvort eitthvað nýtt væri að frétta af málinu sagði hún svo ekki vera.

„Það er bara í rannsókn hjá lögreglunni. Það er verið að kalla eftir gögnum og ýmislegt þannig að þetta er bara eðlilegur gangur.“

Greindi Mannlíf fá því í gær að Vítalía og Arnar Grant hefðu sést saman undanfarið, meðal annars að versla í matinn.

Bæði Vítalía og Arnar voru kærð í júní fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífs. Voru það þremenningarnir, Ari, Hreggviður og Þórður sem lögðu fram kæruna.

- Auglýsing -

Líkt og Mannlíf rifjaði upp í gær greindi Vítalía frá því í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í upphafi árs að hún ætlaði sér að leita réttar síns, eftir að hafa orðið fyrir meintu kynferðisofbeldi af hálfu þremenningana.

Í sama þætti greindi hún frá ástarsambandi sínu við kvæntan mann, Arnar Grant, og lýsti því einnig hvernig Arnar hefði veitt fjölmiðlamanninum Loga Bergmann kynferðislegan aðgang að henni í golfferð haustið 2021.

„Hann dregur spil úr einhverju kynlífsleikjaspili, sem er einhver svona mönun; eitthvað sem maður á að gera. Þá á ég bara að fara að sjúga á manninum typpið og hann að fara niður á mig.,“ sagði Vítalía um meint atvik í golfferðinni.

- Auglýsing -

Sagðist hún hafa grátbeðið Arnar um að stoppa.

„Ég horfi í augun á honum(Arnari) og segi: Ég vil ekki meira, viltu hætta þessu. Hann sagði bara: Vítalía, þetta er allt í lagi, ég er með þér.

’’ Svo hljóðar hluti frásagnar Vítalíu úr viðtalinu en samkvæmt Arnari Grant fór Vítalía með rangt mál.

Var það í sumar þegar Arnar tjáði sig loks um málið og sagði þá meint atvik í golfferðinni ekki vera sannleikanum samkvæmt. Aðspurður hvers vegna hann hafi þagað yfir þessu í hálft ár, sagði Arnar:

„Hvar átti ég að byrja til að vinda ofan af þessu? Skaðinn var skeður og ég vildi bara hlífa fjölskyldunni og öðrum.’’

Þá sagðist hann einfaldlega hafa verið hræddur við enn meira skítkast.

,,Ásakanirnar voru svo þungar að ég átti ekki von á að mér yrði trúað. Andrúmsloftið í samfélaginu var ekki vinveitt og ég vildi bara ekki fara í einhvern leðjuslag.“

Málið hefur vakið gríðarlega athygli í samfélaginu frá því í upphafi árs.

Er nú staðan sú að þremenningarnir hafa kært Arnar og Vítalíu og Vítalía hefur kært þremenningana.

Þess má því geta að Vítalía hefur ekki kært Loga Bergmann fyrir meint atvik í golfferðinni, sem Arnar segir að ekki hafa átt sér stað.

Þá hefur Arnar greint frá því opinberlega að hann hyggist bera vitni í máli Vítalíu, þegar þar að kemur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -