Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Vítalía sögð aldrei hafa mætt til lögreglu: „Þetta er stórt skref“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í mars síðastliðnum tilkynnti Vítalía Lazareva að hún hefði bókað tíma hjá lögreglu til þess að kæra meint brot þriggja þjóðþekktra manna gegn henni. RÚV greinir frá því að Vítalía hafi hins vegar ekki veitt lögreglu neinar frekari upplýsingar um málið eftir það.

 

Sögð hafa beðið um 150 milljónir

Mennirnir sem Vítalía hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér í sumarbústað í desember árið 2020, þeir Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson, hafa nú kært hana og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífs. Þau Vítalía og Arnar áttu í ástarsambandi á þeim tíma sem Vítalía sagði brotin hafa verið framin.

Vítalía og Arnar eru sögð hafa farið fram á 150 milljónir króna frá þremenningunum gegn því að hún félli frá því að kæra þá fyrir kynferðisbrot gegn sér.

 

Segja hana aldrei hafa mætt til lögreglu

Í mars síðastliðnum tilkynnti Vítalía á Twitter að hún hefði bókað tíma hjá lögreglu til að kæra meint brot mannanna þriggja gegn henni. Í frétt RÚV er hún hins vegar sögð aldrei hafa mætt í þann tíma og hafi ekki veitt lögreglu frekari upplýsingar um málið þrátt fyrir að á eftir því hefði verið gengið. Heimildir fréttastofu RÚV herma ennfremur að Vítalía hafi eftir þetta ekki bókað annan tíma hjá lögreglu og að engin kæra hafi verið lögð fram vegna málsins.

- Auglýsing -

„Ég vaknaði bara klukkan átta og hugsaði að í dag væri kominn dagurinn til þess að gera þetta,“ sagði Vítalía í samtali við Mannlíf daginn sem hún birti færsluna á Twitter.

„Ég er bara að standa með sjálfri mér,“ sagði Vítalía við blaðamann. „Það tók mig tíma að gera þetta náttúrulega, þetta er stórt skref. Ég er að vinna í sjálfri mér. Við verðum bara að halda áfram; ég er ekki að fara í stríð við neinn, ég er bara að gera það sem er rétt að gera.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -