Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Barðavogsmálið: „Sá annan liggja á jörðinni en hinn var að stappa á bringunni á þeim sem lá“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líkt og fram hefur komið í fréttum í dag var aðalmeðferð í svokallaða Barðavogsmálinu tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar var skýrla tekin af Magnús Aron Magnússon, sem ákærður er fyrir að valda dauða Gylfa Begmanns Heimissonar í júní í fyrra. Einnig var rætt við vitni í málinu sem og lögregluna sem kom að því. Hér er vitnisburður vitna:

„Ég var bara að grilla og heyri skarkala hjá húsinu við hliðinni á mínu. Ég sá ekkert en fór inn og kom svo aftur og sá þá tvo menn. Sá annan liggja á jörðinni en hinn var að stappa á bringunni á þeim sem lá. Mér sýndist hann anda ennþá. Ég hljóp inn og bað konuna mína að hringja í lögregluna og fór aftur út. Svo sá ég að maðurinn virtist hættur að anda. Bað þá konuna að biðja um sjúkrabíl líka því það leit út eins og verið væri að drepa manninn,“ sagði fyrsta vitnið sem steig í vitnastúku en hann bjó í næsta húsi við þann ákærða.

Sagði vitnið að maðurinn sem sparkaði hafi haldið á síma en hann hafi ekki vitað hvort hann hefði verið að taka myndir, senda skilaboð eða hringja.

Aðspurður af sækjanda segist hann ekki hafa verið langt frá átökunum, ekki nema sex til átta metrum frá. Segir hann að afl hafi verið í því er sá ákærði stappaði á bringunni á þeim sem lá á jörðinni og að hann hafi stappað nokkrum sinnum á honum.

„Þegar ég kom aftur út sá ég að hann var að dangla í höfuðið á honum. Eða sparka. Í nokkur skipti. Ekki gríðarlegt afl en samt eitthvað. Hann sýndi aldrei nein viðbrögð.
Ég sá hann ekki nota hendurnar.“

„Áttarðu þig á því hvað þetta stóð lengi yfir?“

- Auglýsing -

„Það voru ekki margar mínútur. Ég tók ekki tímann samt. En ég fór inn að sækja disk eða eitthvað og fer svo aftur út.“ Kannaðist ekkert við hann.

Verjandi: „Það liggur fyrir að þetta er á laugardegi, gott veður, þú að grilla. Varstu ekki búinn að drekka?“ Vitnið svaraði því neitandi.
„Mannstu þetta vel?“ „Já, ég man þetta mjög vel,“ svaraði vitnið.

Þá steig eiginkona vitnisins í stúku og sagði frá sinni hlið: „Ég var að horfa á fréttirnar þegar maðurinn minn kom inn og bað mig að hringja í lögregluna. Ég geri það. Síðan kemur hann fljótlega aftur og biður mig um að biðja um sjúkrabíl því hann haldi að það sé verið að drepa mann. Ég kem svo út og sé mann sparka í höfuðið á liggjandi manni og efri hluta líkamans. Annar er liggjandi hreyfingarlaus á jörðinni og hinn að sparka i hann. Sá mörg spörk. Það var af afli. Ég sá enga hreyfingu á þeim liggjandi.“ Sagðist hún svo ekki hafa getað horft á meira og farið inn aftur.

- Auglýsing -

Dómari spyr: „Þú segist hafa séð þetta en ekki alveg getað horft á þetta? Ég er alveg viss um þetta, ég sá allt í einhvern tíma en fór svo inn.“

Þriðja vitnið var kallað í stúku: „Sko það sem ég sá þegar ég kem niður er sem sagt maður að pota í annan mann, sparka í annan mann sem er liggjandi. Sá sem er að sparka er með símann á lofti. Ég veit ekki hvað hann var að gera með hann samt.“

Sækjandi: „Geturðu lýst potinu?“

Vitnið: „Ég horfi ekki lengi á þetta en það var eins og hann væri að pota í hann með löppinni.“

„Hreyfðist hann?“

Vitnið: „Ekki svo ég viti,“ svaraði vitnið og sagðist ekki hafa séð hversu oft hann potaði eða sparkaði í hann né hvar.

„Sástu eitthvað meira?“

Vitnið: „Aðallega bara endurlífgunartilraunir og handtökuna.“

Verjandi: „Pota eða sparka segirðu? Í skýrslatökunni daginn eftir ertu meira á því að þetta hafi verið pot, frekar en spark. Þú talar ítrekað um að pot.“

Vitnið segist ekki viss með það í dag.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -