• Orðrómur

Vörur með vernduðum vöruheitum fjarlægðar úr verslunum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Matvælastofnun hefur beint tilmælum til nokkurra matvælafyrirtækja að stöðva notkun verndaðra afurðarheita á merkingum. Ástæðan er að vöruheitin njóta alþjóðlegrar verndar samkvæmt milliríkjasamningi.

Fyrirtækin sem Matvælastofnun hefur beint tilmælum að hafa brugðist við og lagt niður þessar merkingar. Þær ættu því að hverfa úr verslunum von bráðar og íslensk nöfn koma í þeirra stað.

Um er að ræða heiti eins og „Feta-ostur“ og „Bayonne-skinka. FETA nýtur verndar sem skráð afurðarheiti í Grikklandi og BAYONNE nýtur verndar sem skráð afurðarheiti í Frakklandi.

- Auglýsing -

Fetaostur mun fá nafnið Salatostur
Mynd / MS.is

Í fréttum í sumar kom fram að Mjólkursamsalan hófst strax handa í kjölfar bréfs frá MAST við að gera breytingar á vörumerkjum og umbúðum umræddra vara. Þannig verður notkun á orðunum „Feti“ og „Feta“ hætt, og þess í stað notast við orðin salatostur, veisluostur og ostakubbur. Umbúðir yrðu sömu þó heiti vörunnar breytist.

Af umhverfissjónarmiðum óskaði MS eftir því við MAST að nota eldri umbúðir eins og kostur er þar til þær klárast.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Fetaostur verður Salatostur – „Varan er ennþá sú sama“

Tilmæli samkvæmt samningi Evrópusambandsins

Tilmæli eru í samræmi við gildandi samning milli Íslands og Evrópusambandsins, Samningur um vernd landfræðilegra merkinga landbúnaðarafurða og matvæla, en hann tók gildi 1. maí 2016. Samningurinn byggir á lögum nr. 130/2014 um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Óheimilt er skv. samningnum að nefna íslenska framleiðslu FETA og BAYONNE.

- Auglýsing -

Sem dæmi um íslensk vernduð afurðarheiti má nefna „íslenskt lambakjöt- Icelandic Lamb“ og „Íslensk lopapeysa-Icelandic Lopapeysa,“ sem skráð eru sem vernduð afurðarheiti á Íslandi. Felur það í sér að vilji fyrirtæki notast við þau heiti þá verður varan að uppfylla skráða afurðarlýsingu, lopapeysan verður að vera prjónuð á Íslandi og lambakjötið að vera af íslensku sauðfé.

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected]

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -