2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Weinstein sakfelldur – gæti átt yfir höfði sér 25 ára fangelsi

Harvey Weinstein hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot og kynferðislega áreitni. Framleiðandinn gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi.

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein var í dag sakfelldur fyrir dómi í New York fyrir kynferðisbrot og kynferðislega áreitni gagnvart sitt hvorri konunni. Weinstein sem hafði einnig verið ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum var sýknaður af þeim ákærulið í dag. Gæti framleiðandinn átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi en ekki er komin nákvæm tímasetning á það hvenær refs­ins hans verður ákveðin.

Þess má geta að framleiðandinn mun þurfa að mæta fyrir dóm að nýju í Los Angeles þar sem gefin hefur verið ákæra á hendur honum fyrir að hafa nauðgað tveimur konum. Ekki liggur fyrir hvenær þau réttarhöld koma til með að hefjast.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum