Föstudagur 31. mars, 2023
8.8 C
Reykjavik

Willum Þór vill breyta rammasamningi um sjúkrahótel: „Úr því þarf að bæta svo það hendi ekki aftur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Heilbrigðisráðherra hefur beðið Sjúkratryggingar Íslands að endurskoða rammasamning við rekstraraðila gististaða á Akureyri.

Sjá einnig: Rannveig á að eiga á Akureyri í sumar en fær ekki inn á sjúkrahótelum: „Ég er svo reið og sár“

Fyrir nokkru sendi Mannlíf fyrirspurn til Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þar sem falast var eftir svörum við spurningum er vörðuðu plássleysi á svokölluðum sjúkrahótelum á Akureyri en undanfarið hefur Mannlíf sagt frá tveimur dæmum þar sem óléttar konur hafa ekki fengið inn hjá sjúkrahóteli á Akureyri. Svar var að berast frá Willum og er það svohljóðandi:

„Það er mikilvægt að tryggja að þeir sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu á Akureyri og þurfa gistingu hafi aðgang að henni. Rammasamningur Sjúkratryggingar Íslands við rekstaraðila gististaða á Akrueyri frá 2015 er í gildi en sökum fjölgun ferðamenna hefur í undantekningartilvikum ekki verið aðgengi að gistingu. Úr því þarf að bæta svo það hendi ekki aftur og hef ég óskað eftir því við Sjúkratryggingar Íslands aðendurskoða samninginn með það að markmiði að tryggja bæði forgang og aðgengi að gistingu allt árið.

Samkvæmt upplýsingum SÍ er um undantekningartilvik að ræða og þessi staða ekki komið upp áður, það verður að sjálfsögðu reynt að leysa og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -