2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Yas fjárfestir fyrir milljarða í Alvotech

Fjárfestingafélagið Yas Holding hefur gert samkomulag við Alvotech um kaup á nýju hlutafé og samstarfssamning um þróun, framleiðslu og sölu líftæknilyfja. Virði samkomulagsins er um 5,3 milljarðar króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Alvotech.

Samkomulagið felur í sér að Yas fái markaðsleyfi fyrir þrjú líftæknilyf sem eru í þróun hjá Alvotech og verða markaðssett á næstu árum. Yas verður jafnframt eigandi að 2,5% hlut í fyrirtækinu.

Yas Holding er alþjóðlegur fjárfestingasjóður með höfuðstöðvar í Abú Dabí. Fjárfestingar hans nema um 87 milljörðum króna og tekjur um 250 milljarðar króna á ári.

Hjá sjóðnum starfa um 5.000 starfsmenn en meðal eigenda hans eru konungsfjölskyldan í Abú Dabí, sem á um 15% hlut.

Samkvæmt samkomulaginu mun Yas markaðssetja lyf Alvotech í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku með samstarfsfyrirtækjum sínum en umrædd líftæknilyf eru í hópi söluhæstu lyfja heims í dag. Hliðstæðulyf Alvotech verða markaðssett þegar einkaleyfi frumlyfja renna út.

AUGLÝSING


„Á þessu ári höfum við gert fjölmarga samstarfssamninga við leiðandi lyfjafyrirtæki sem munu markaðssetja lyf Alvotech á næstu árum. Verksmiðja fyrirtækisins hefur nú þegar fengið framleiðsluleyfi og Alvotech hefur ráðið til sín um 400 vísindamenn og sérfræðinga til að vinna að áframhaldandi uppbyggingu,“ er haft eftir Róberti Wessman í tilkynningunni.

Róbert Wessman.

„Fjárfesting Yas Holding í Alvotech styður við okkar framtíðarstefnu en er ekki síður til marks um þá trú sem erlendir fjárfestar hafa á fyrirtækinu og áhuga alþjóðlegra lyfjafyrirtækja á að tryggja sér aðgang að lyfjum Alvotech.“

Í desember sl. keypti japanska lyfjafyrirtækið Fuji Pharma um 4,2% hlut í Alvotech fyrir um 6,2 milljarða króna. Alvotech er í meirihlutaeigu Aztiq Pharma, undir forystu Róberts Wessman, stofnanda og stjórnarformanns fyrirtækisins. Meðal stærstu hluthafa í Alvotech er systurfélagið Alvogen en meðal eigenda þess eru einir stærstu fjárfestingasjóðir í heimi; CVC Capital Management og Temasek. Síðarnefnda er fjárfestingasjóður Singapore.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum