Mánudagur 14. október, 2024
3 C
Reykjavik

Yfirlæknir hefur áhyggjur af sjúkraflugi: „Stórt skref aftur á bak“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Gunnarsson, yfirlæknir sjúkraflugs á Akureyri, hefur áhyggjur af framtíð sjúkraflugs á landinu.

Fyrr í sumar var útboð um umsjón með sjúkraflugi á Íslandi. Tvö félög gerðu tilboð og var tilboði núverandi umsjónaraðila hafnað og en boði Norlandair tekið og mun félagið sjá um sjúkraflug að minnsta kosti næstu þrjú ár, frá næstu áramótum. Björn Gunnarsson hefur áhyggjur af stöðu mála og segir ýmsa annamarka á útboðinu.

„Við höfum verið að ræða þetta okkar á milli, þessi hópur sem starfar við sjúkraflug og við höfum áhyggjur af því að í þeim tilfellum sem aðalvélin er í verkefni, að það muni taka lengri tíma að fá varavélina í gagnið. Það er okkar aðal áhyggjuefni,“ sagði Björn í samtali við RÚV en áhyggjur hans eru að það verði ekki alltaf tvær flugvélar til taks eins og staðan sé núna.

„Í dag er það þannig að sú vél er oftast klár inni í skýli með öllum búnaði í, þannig það er breyting. Við sjáum fyrir okkur að þetta muni verða stórt skref aftur á bak.“

 „Það hefði verið gott ef það hefði verið tekið samtal við okkur á sjúkrahúsinu og að við hefðum getað verið með í þessu ferli meira og í raun höfum við kallað eftir því í tvo áratugi að það sé haft meira samráð við okkur,“ sagði læknirinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -