Fimmtudagur 5. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Heimildin hafnar ásökunum Jóns Gunnarssonar: „Kom að engu leyti að gerð upptakanna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri á Heimildinni sendi rétt í þessu frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Jóns Gunnarssonar um blaðamenn Heimildarinnar.

Neitar hún þar alfarið að Heimildin hafi komið að „blekkingarleik“ og „njósnum“ sem Jón lýsti bæði á Facebook og á Bylgjunni í morgun. Segir Ingibjörg að upptökur af einkasamtali sonar Jóns við hinn svissneska „fjárfesti“ hafa verið í dreifingu og að blaðamenn Heimildarinnar hafi einfaldlega unnið vinnuna sína með því að hafa samband við þá aðila sem málið snýst um, til að gefa þeim tækifæri á að svara fyrir sig.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

Yfirlýsing vegna ummæla sérstaks fulltrúa forsætisráðherra um blaðamenn

Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra og nýskipaður sérstakur fulltrúi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, heldur því fram í Facebook-færslu sem vitnað er til í fréttum flestra vefmiðla í dag og í viðtali við Bylgjuna að fréttamiðillinn Heimildin hafi átt aðild að „blekkingarleik“ og „njósnum“. 

Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka sem erlendur aðili hefur gert af samtölum sínum við son Jóns, sem er jafnframt viðskiptafélagi Jóns og fyrrverandi formaður Félags hrefnuveiðimanna. 

- Auglýsing -

Upptökur af samtölunum hafa hins vegar farið í dreifingu. Heimildin hafði um helgina samband við þá aðila sem efni samtalanna varpa grunsemdum á. Tilgangurinn er að varpa ljósi á atburðarásina og að gefa málsaðilum færi á að skýra mál sitt, en það er hefðbundið hlutverk fréttamiðla, ólíkt því að birta einhliða ásakanir eða ávirðingar, eins og þær sem Jón Gunnarsson hefur fært fram gegn Heimildinni og nafngreindum aðilum.

Heimildin kom að engu leyti að gerð upptakanna. Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar, enda liggur fyrir að Jón hefur engar upplýsingar um aðkomu Heimildarinnar að málinu aðrar en spurningar blaðamanna um yfirlýsingar á upptökunni. Þvert á móti ​var tilurð fyrirspurnarinnar útskýrð​ í samtölum við son hans og viðskiptafélaga síðastliðinn föstudag. 

Jón gefur í skyn að fyrirspurnir Heimildarinnar um yfirlýsingar sonar hans og viðskiptafélaga tengist stjórnmálaflokknum Samfylkingunni. Heimildin er óháð hagsmuna- og stjórnmálaöflum. Hún er í dreifðu eignarhaldi, meðal annars starfsmanna, og er rekin með sjálfbærum hætti í krafti ákvarðana einstaklinga um að gerast áskrifendur.

- Auglýsing -

Nánar verður fjallað um atburðarásina í Heimildinni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -