Þriðjudagur 19. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Yfirvofandi uppsagnir hjá starfsfólki á spítalanum: „Sem er ekki beint að vinna með sjúklingunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Zoëga, nýr formaður stjórnar Landsspítala, segir í samtali við RÚV að ekki sé útilokað að fækka þurfi starfsfólki. Rekstrarvandi spítalans er fáum nýmæli en Björn segir brýna þörf veita aðhald og setja alla fjármuni til starfsfólksins sem vinnur beint með sjúklingum.

„Það getur vel verið að það þurfi eitthvað að fækka í einhverjum stöðum mismunandi áherslur það verður bara að koma í ljós á næstu árum jafnvel mánuðum eitthvað af því en það þarf að gera góða skoðun á því hvaða fólk við þurfum og hvers konar fólk við þurfum.“

Töluverð fjölgun af starfsfólki hefur orðið á sviðum sem annast ekki sjúklingana beint og aðspurður á hvaða sviðum hann sæi fyrir sér að hægt væri að fækka svara Björn: „Eins og maður sér tölurnar núna frá síðustu sex – sjö árum þá hefur fjölgað töluvert í starfsfólki sem er svona á stuðningssviðunum sem er ekki beint að vinna með sjúklingunum og þá er bara spurning hvort við höfum efni á því að halda uppi þeirri þjónustu sem það fólk veitir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -