Innlit inn til ofurfyrirsætunnar Alessöndru Ambrosio

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Heimili fyrirsætunnar Alessöndru Ambrosio er afar glæsilegt og undir áhrifum frá heimalandi hennar.

Ofurfyrirsætan Alessandra Ambrosio býr í glæsilegu húsi í Kaliforníu en hún fékk hönnuðinn Martyn Lawrence Bullard til að hjálpa sér við að innrétta og útkoman er afar flott. Hönnunartímaritið Architectural Digest kíkti í heimsókn til hennar á dögunum.

„Ég ferðast stanslaust vegna vinnunnar en þegar ég er ekki að ferðast þá vil ég bara vera heima með börnunum,“ sagði fyrirsætan í samtali við Architectural Digest. Ambrosio lagði mikla áherslu á að heimilið yrði barnvænt og skemmtilegt fyrir börnin hennar tvö sem eru tíu og sex ára. Að sögn Ambrosio fengu börnin miklu ráðið þegar kom að herbergjum þeirra.

Ambrosio kemur frá Brasilíu og í samvinnu við hönnuðinn Bullard færði hún brasilísk áhrif inn á heimilið.

Myndirnar úr innlitinu til Ambrosio má sjá á vef Architectural Digest.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira