Færri leita í meðferð meðan drykkja hefur stóraukist í Covid-faraldrinum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á meðan sala áfengis í Vínbúðunum hefur aukist mjög í Covid-faraldrinum hefur innlögnum á Vog fækkað um næstum fimmtung. Drykkja hefur því aukist talsvert og yfiræknir Vogs hefur enga haldbæra skýringu á því hvers vegna færri leita í meðferð á sama tíma.

Margir hafa haft orð á því að drykkja landsmanna hafi aukist í inniverunni í Covid faraldrinum, ekki síst vegna mögulegra leiðinda og aðgerðarleysis. Umræðan náði ákveðnu hámarki í desember síðastliðinn þegar tölur sýndu margfalda sölu á jólabjór. Mikið var fjallað um þessa söluaukninu í fjölmiðlum og margir lýstu yfir áhyggjum yfir aukinni áfengisneyslu landsmanna. Fáir treysta sér til að spá um hvort að söluaukningin sé viðvarandi eða tímabundin.

Ópíóðar heimsfaraldur

Mannlíf hafði samband við Valgerði Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Vogi til að fá nánari greiningu á stöðu mála. ,,Vandamálið er ekki minna og innlagnir vegna vegna fíknisjúkdóma á við áfengisneyslu hafa verið fleiri en við sjáum líka aukningu í innlögnum vegna ópíóða og sterkra verkjalyfja en það er fíknivandamál sem eykst hér eins og annars staðar eins og sjá má frá tölum embættis landlæknis.”

Valgerður Á. Rúnarsdóttir. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Aðgengið að því ópíóðum virðist vera auðvelt svo og annarra fíkniefna, svo sem kókaíns og MDMA og til að mynda hafi verðkönnun SÁÁ sýnt frá fram á verðlækkun á kókaíni, ólíkt því sem margir töldu þegar landið svo að segja lokaðist. Valgerður hefur ekki eina skýringu á þessu. ,,Enn eru að koma gámar til landsins og eflaust má nefna margar aðrar leiðir auk þess sem við vitum að framleiðsla sumra vímugjafa fer fram hér á landi.” Valgerður segir að stór faraldur kókaínneyslu hafi gengið yfir þjóðina 2008 og í dag sé faraldurinn enn stærri.

,,Oft byrjar byrjar neysla efna eins og kókaíns óreglulega og sem eins konar partýefni. En sé viðkomandi með fíknisjúkdóm er það jafnvel hættulegra en ella og við sjáum neysluna aukast mjög hratt.”

Innlagnabeiðnum fækkar á Vog

Þrátt fyrir að vandamálið sé síst minna hefur innlagnabeiðnum fækkað um 18 prósent á milli áranna 2019 og 2020. Valgerður segir að erfitt sé að benda á hvernig á því standi. ,,Það er svo margt sem við vitum ekki ástæðuna fyrir. Kannski hefur áfengisneysla og vímuefnaneysla erlendis fæst til landsins? Er aukin samvera fjölskyldna, samkomubann og lokun vínveitingastaða partur af þessu? Er ástæðan fyrir því að fólk situr heima og drekkur eitt og hefur ef til vill skemmt tengsl við fjölskyldu og vini sem e.t.v. hefðu hvatt viðkomandi til að leita sér hjálpar? Þegar þessir einstaklingar koma loksins til okkar eru þeir oft orðnir afar líkamlega skemmdir.

Valgerður segir að það sé engin ein ástæða fyrir fækkun innlagnabeiðna og ómögulegt að spá um framtíðina ,,Það er engin ein ástæða, þetta er flókið sambland margra þátta og við erum að sjá fólk úr öllum stéttum samfélagsins en við höfum fundið fyrir að að fólk yfir fertugt er stór hópur innlagna. Við vitum ekki af hverju en ein tilgátan er að yngra fólk fari frekar á veitingastaði og bari á meðan eldri hópurinn drekki heima og þá ef til vill meira.

Hærra hlutfall kvenna

Valgerður segir að eitt af því sem sé áberandi sé stærra hlutfall kvenna en áður, bæði í innlögnum svo og á göngudeildum. ,,Hvort þær eru duglegri að leita sér hjálpar en karlmenn eða vandamálið hjá konum að aukast er ein af þessum spurningum sem við stöndum frammi fyrir.”

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -