Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Innviðaráðherra: „Þetta er auðvitað bara grafalvarlegt og vont mál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, segir að löngu tímabært hafi verið að taka til í rekstri Innheimtustofnunar sveitarfélaga; á dögunum var stofnunin dæmd vegna brota á jafnréttislögum fyrir stórfelldan kynbundinn launamun.

Stofnunin var dæmd til að greiða konu 19 milljónir króna; eftir að hafa, yfir 40 mánaða skeið, greitt henni um hálfri milljón minna í mánaðarlaun en karlmanni í sambærilegri stöðu.

„Þetta er auðvitað bara grafalvarlegt og vont mál. Ég bað Ríkisendurskoðun að fara þarna inn í stjórnsýsluúttekt og erum þess vegna búin að vera að taka verulega til. Settum inn nýtt fólk, og því miður hefur eitt og annað komið í ljós sem var ábótavant í þessu og löngu tímabært að taka til í þeim rekstri,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við RÚV.

Hann segir það eiga eftir að koma í ljós hvort fleira neikvætt komi upp varðandi rekstur stofnunarinnar.

„Þess vegna erum við með frumvarp þar sem við erum að færa verkefni yfir til ríkisins og til innheimtumanns sýslumanns. En höldum eftir skel yfir fyrirtækið, einfaldlega til þess að geta tekist á við hugsanleg mál sem koma upp. Fyrst og fremst hefur þetta ekki verið góð þjónusta og verið svolítið sjálfala stofnun. Það var mikilvægt að taka á henni og þess vegna fórum við í þetta verkefni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -