Fimmtudagur 8. desember, 2022
-4.2 C
Reykjavik

Írar og Svíar lækka skatta á eldsneyti – Hækkun á bensínverði kostar Selfyssinginn 50 þúsund krónur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eldsneyti hefur hækkað um nálægt 35 krónur frá áramótum og nú kostar bensínlítrinn um 299 krónur.

Ef tekið er dæmi um mann sem ekur á Toyota Corolla, bensíndrifnum bíl, og býr á Selfossi og vinnur í Reykjavík, þá þarf hann að fara á milli þessara staða 450 ferðir ári, miðað við tvær ferðir hvern virkan dag.

Það eru um 120 kílómetrar á dag. Samkvæmt reiknivél orkusetur.is kostaði ferðin, fram og til baka, fyrir áðurnefndar hækkanir, um 1.976 krónur. Á ári eru það um 444.600 krónur.

Eftir undanfarnar hækkanir, miðað við 299 krónur pr. bensínlítrann, er heildarupphæðin 492.300.

Þannig er nú 47.700 krónum dýrara, á ári, fyrir umræddan mann að sækja vinnu og komast heim að vinnudegi loknum. Við þá upphæð má bæta tekjuskatti.

Vert er að geta þess að ekki er um nákvæma, vísindalega útreikninga að ræða.

- Auglýsing -

Hluta hækkunarinnar umræddra verðhækkunar á eldsneyti má rekja til innrásar Rússlands í Úkraínu og hækkunar heimsmarkaðsverðs í kjölfarið, en verðið hefur hækkað um 20 krónur pr. lítra síðan rússnesk stjórnvöld lýstu yfir sjálfstæði Donetsk og Luhansk í Austur-Úkraínu 20. febrúar.

Heimsmarkaðsverð hefur lækkað lítillega undanfarna daga og má rekja lækkunina til minni eftirspurnar í Kína. Þann 10. mars lækkaði heimsmarkaðsverð á olíu einnig í kjölfar þess að Sameinuðu arabísku furstadæmin greindu frá stuðning sínum við aukna framleiðslu.

Þrýst hefur verið á íslensk stjórnvöld um að lækka tímabundið skatt á eldsneyti, en fyrir því eru fordæmi. Í því samhengi er vert að geta þess að um helmingur af verði hvers lítra á dælu hér á landi rennur í ríkissjóð undir formerkjum einhverra skatta.

- Auglýsing -

Víða um heim íhuga stjórnvöld að grípa til lækkunar skatta á eldsneyti til að draga úr áhrifum hækkandi verðs á almenning. Írar riðu á vaðið og lækkuðu tímabundið skatta á eldsneyti og Svíar hafa fylgt því fordæmi og munu lækka tímabundið skatta á eldsneyti. Þess má geta að fyrir höfðu sænsk stjórnvöld ákveðið að lækka skatta á eldsneyti um sem nemur tæpum sjö krónum á lítra.

Sænsk stjórnvöld bæta reyndar um betur því þar í landi fá bifreiðaeigendur 1.000 sænskar krónur, um 14.000 íslenskar, í eingreiðslu og stuðningur við íbúa í strjálbýli verður enn meiri.

Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákveðið að lækka skatta á eldsneyti.

FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, sendi í síðustu viku áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem kallað var eftir tímabundinni skattalækkun á olíu til að, m.a., lágmarka skaðleg áhrif á þjóðlífið.

Í viðtali við Mannlíf sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að áskorun til stjórnvalda hefði verið ítrekuð og þau svör fengist „að málið væri í vinnslu.“ Einnig ku hafa heyrst á þingi raddir ónefndra þingmanna sem telja óráð að lækka skatta á eldsneyti með tilliti til umhverfissjónarmiða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -