• Orðrómur

Íris þakklát að ekki fór verr: „Ég er bara rosalega hrædd“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íris Hlín Bjarnadóttir hundaræktandi er komin með lögregluna með sér í liði til að finna hrottann sem eitraði fyrir tveimur verðlauna Scheffer-hundum hennar. Hundarnir lifðu af en hún óttast að eitrunaráhrif eigi eftir að koma fram.

Íris var í áfalli eftir að hún komst að því í gærmorgun að einhver hafði kastað kjöti blönduðu með rottueitri inn í garð hennar um nóttina. Tveir hundar hennar komust í kjötið og eru þeir nú í meðferð hjá dýralækni. Írís ræktar Scheffer-hunda og er með nokkra á heimilinu.

Í ljósi þess að Íris er hundaræktandi  og eigandi verðlaunahunda verður að teljast líklegt að þetta sé ekki handahófskennd illska. Í samtali við Mannlíf sagðist hún sannfærð um að hér væri á ferðinni hefnaraðgerð. „Ég er bara rosalega hrædd,“ sagði Íris.

- Auglýsing -

Í gærkvöldi ritaði Íris svo færslu á Facebook þar sem hún þakkaði allan hlýhuginn sem henni var sýndur.

„Takk fyrir hlýjar kveðjur. Vorum að koma heim og hvíld ráðlögð næstu daga. Hundarnir eru á lífi en verða undir eftirliti næstu 3 vikur þar sem þetta er langverkandi eiturefni, þ.e.a.s. eitrunaráhrif gætu komið fram einhvern tímann á þeim tíma. Erum með lögreglu og fleiri góða aðila með okkur í liði sem munu aðstoða okkur í að finna þennan hrotta.“

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -