Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Írösku systkinin fá skjól og vernd á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk yfirvöld hafa fallist á veita ungu írösku flóttabörnunum og systkinunum Ali, 9 ára, Kayan, 5 ára, Saja 4 ára, og Jadin, eins árs, og foreldrum þeirra, Mohammed Al Deewan og Wedyan Al-Shammari, skjól og vernd hér á landi. Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, segir frá þessu á Facebook.

„Elsku börnin, írösku systkinin og vinir mínir hafa loksins fengið skjól og vernd á Íslandi eftir að hafa verið árum saman, sum frá fæðingu, á flótta frá heimalandi sínu. Þau eru öll yngri en tíu ára og upplifa nú í fyrsta skiptið í langan tíma innri frið, stöðugleika og öryggi,“ segir Sema Erla. 

Líkt og Mannlíf greindi frá féllust íslensk yfirvöld á endurupptöku í máli ungu írönsku flóttabarnanna og foreldra þeirra. Brottvísun fjölskyldunnar til Grikklands var frestað um óákveðinn tíma um miðjan mars og var það annað sinn sem brottvísun þeirra er frestað. Nú fagnar Sema Erla því að stjórnvöld hafi loksins sýnt sóma sinn í að veita fjölskyldunni hér skjól.

„Þau hafa loksins fengið vernd eftir forkastanlega, ómannúðlega og grimmilega meðferð íslenskra yfirvalda á börnunum og ungum foreldrum þeirra. Það þurfti reyndar heimsfaraldur til þess að íslensk yfirvöld ákváðu að veita nokkrum börnum á flótta skjól og vernd hér á landi, sem er svo aumingjalegt að ég bara get það ekki, en öryggi þessara barna hefur nú verið tryggt. Þau geta loksins ímyndað sér framtíð og fá nú að vera bara börn með öllum þeim dásemdum sem því fylgir, eins og öll hin börnin. Því ber sko að fagna. Takk fyrir allan stuðninginn við fjölskylduna. Þau eru þakklátari en orð fá lýst. Lifi samkenndin,“ segir Sema Erla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -