Ísak Bergmann skráði sig í metabækurnar í kvöld þegar hann skoraði eina mark Íslands í jafntefli gegn Armeníu á Laugardalsvelli.
Þar með setti Ísak Bergmann nýtt met, en hann er nú orðinn yngsti leikmaður A-landsliðsins í fótbolta, en hann er einungis átján ára gamall.
Gamla metið átti Bjarni Guðjónsson, náfrændi Ísaks, en faðir Ísaks, Jóhannes Karl Guðjónsson er einmitt bróðir Bjarna.
Ísak sagði í viðtali við RÚV eftir leikinn að hann væri vissulega ánægður með markið og metið, en væri svekktur með jafnteflið og gula spjaldið sem hann fékk í lokin, en það kostar hann leikbann í næsta leik.
„Bjarni frændi átti metið og ég hugsaði alveg að það væri nú gaman að slá það í þessum leik. Það tókst og gaman að því,“ sagði Ísak sem er á góðri leið með að verða einn albesti knattspyrnumaður okkar Íslendinga; sannkölluð vonarstjarna okkar.