2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Ísland fær enn einn dóminn frá Mannréttindadómstól Evrópu

Íslenska ríkið hefur tapað enn einu málinu fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu, nú er varðar málsmeðferð í Al-Thani málinu.

Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurðurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur hverjum vegna málskostnaðar.

Fjórmenningarnir hlutu dóma í Hæstarétti árið 2015 vegna málsins. Það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hlut í Kaupþingi banka fyrir um 25 milljarða, króna með láni frá bankanum. Fyrir þá upphæð fengust 5% hlutabréfa. Embætti sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða.

Mennirnir leituðu til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að að brotið hafi verið á rétti þeirra og þeir efuðust um óhlutdrægni Hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í málinu.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is