Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Ísland í breyttu umhverfi: Tengls Rússlands og Kína hafa áhrif á öryggisumhverfi norðurslóða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þeir sem hafa fylgst með alþjóðamálum upp á síðkastið hafa tekið eftir minnkandi velvild í garð Rússa í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu. Flestar Evrópuþjóðir og Bandaríkin hafa gagnrýnt innrásina og landið hefur verið beitt viðskiptaþvingunum með það að markmiði að stöðva stríðið. Ekki hafa þó allar þjóðir tekið jafnafdráttarlausa afstöðu gegn Rússum og þeirra hópi eru Kínverjar. Vangaveltur er um hvort þessar tvær nágrannaþjóðir hyggi á nánara samstarf á næstu árum, en meðal þeirra sem skoða samstarf þjóðanna og áhrif þess, ekki síst á norðurslóðum, er Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Markmiðið er að greina hvata fyrir auknu samstarfi Kína og Rússlands á norðurslóðum, að hvaða leyti ríkin vinna saman og hvaða afleiðingarnar slíkt samstarf hefur fyrir norðurslóðir. „Ég rýni sérstaklega í hverjar öryggislegu afleiðingarnar eru fyrir norðurslóðir,“ útskýrir Guðbjörg Ríkey enn fremur en hún vinnur að verkefninu undir leiðsögn Page Louise Wilson, dósents við Stjórnmálafræðideild.

 

Rússar lýsa yfir fullum stuðningi við stefnu Kínverja

Xi Jinping, forseti Kína og Vladimir Putin, Rússlandsforseti

Samskipti Kína og Rússlands virðast hafa verið að styrkjast síðustu ár. Árið 2019 var risavaxin leiðsla sem flytur jarðgas frá Rússlandi til Kína tekin í notkun. Leiðslan er rúmlega sex þúsund kílómetra löng og flytur 38 milljarða rúmmetra jarðgass til Kína á hverju ári.

Þetta skref þykir til marks um sífellt nánara samband Rússlands og Kína en bæði ríkin hafa átt í erfiðum deilum við Bandaríkin.

Forseti Kína sagði á þeim tíma við opnunarathöfnina að: „Jarðgasleiðslan til austurs er verkefni sem er táknrænt fyrir mikilvægi samvinnu Kína og Rússlands og það er einnig ímynd samvinnu sem gagnast báðum aðilunum.

- Auglýsing -

Í byrjun þessa árs gáfu stjórnvöld í Kína og Rússlandi út sameiginlega yfirlýsingu um að þjóðirnar myndu styðja hvor aðra og að Atlantshafsbandalagið, NATO, væri að kynda undir nýju köldu stríði. Legðust báðar þjóðir gegn því að fleiri þjóðir myndu ganga inn í NATO. Í yfirlýsingu þjóðanna var ekki minnst á Úkraínu með beinum orðum en fáum dylst að það er raunveruleg meining yfirlýsingarinnar.

Yfirlýsingin var gerð þegar Vladímír Pútín Rússlandsforseti heimsótti Kína í tilefni af setningarhátíð Vetrarólympíuleikanna

Yfirlýsingarnar ganga ekki aðeins í eina átt, því að Rússar hafa sagst lýsa yfir fullum stuðningi við stefnu Kínverja gagnvart Tævan. Kínverjar viðurkenna ekki tilvist sjálfstæði Taívan og hyggjast ná eyjunni á sitt vald.

- Auglýsing -

 

Ísland og norðurslóðir í ljósi aukin samstarfs stórvelda

Guðbjörg segir að rannsóknin muni varpa ljósi á; „hvaða áhrif þetta aukna samstarf hefur á norðurslóðir, stjórnmálin á svæðinu og öryggismál. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir ríki eins og Ísland að skilja, geta greint og tryggt sína stöðu út frá breyttu stjórnmálalegu umhverfi. Þetta samband ríkjanna hefur enn ekki verið rannsakað til hlítar og rannsóknin mun því varpa ljósi á breytt stjórnmálalegt landslag norðurslóða,“ segir Guðbjörg Ríkey að endingu um rannsóknina við Háskóla Íslands.

Guðbjörg Ríkey segir ljóst að öryggismál muni á næstunni fá aukið vægi þegar kemur að umræðu um norðurslóðir. Þá muni mikilvægi tengsla Rússlands við Kína enn fremur hafa áhrif á stjórnmálalegt og öryggisumhverfi norðurslóða, ekki síst í ljósi innrásarinnar í Úkraínu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -